Úrval - 01.11.1962, Side 19

Úrval - 01.11.1962, Side 19
HEILAÞVOÐI ALÞÝÐUDÖMSTÓLINN 35 Dag nokkurn var hann leidd- ur fyrir liSsforingja, sem kom rakleitt frá Peking. Hét hann ])ví, að málið gegn Haynes skyldi látið niður falla, ef hann vildi ganga í þjónustu kommúnista- stjórnarinnar, þar eð frábær þekking hans á landi og þjóð mundi koma henni að miklu gagni, enda mundi honum laun- að samkvæmt því. Ráðlagði hann Haynes að hugsa þetta tilboð, og gaf síðan merki um að hinn ald- urhnigni luingurtærði trúboði skyldi leiddur á brott. John Haynes hafði alltaf verið trúarsterkur og lengi fundið að guð væri sér nálægur, en þó aldrei eins og þessa nótt. Og skyndilega vissi hann, að hann hafði fengið bænheyrslu. Hann náði aftur fullu valdi á sér. „Um leið vissi ég hvað gera skyldi. Og enn varð mér það Ijóst að dómararnir væru ekki annað en stráklingar. Ég þakkaði guði og sofnaði vært, í fyrsta skiptið margar undanfarnar vikur.“ Þegar John Haynes var leidd- ur næst i réttarsalinn, nokkrum dögum seinna, bar dómsforset- inn naumast kennsl á hann. Hann gekk hnarreistur inn í salinn, svipurinn var ákveðinn, röddin styrk og skýr. Hingað til hafði honum ekki verið leyft að tala kínversku fyrir réttinum. Dómararnir vildu stimpla hann sem útlending, Bandaríkjamann, og túlkur verið látinn þýða orð hans, oft óná- kvæmt, en hann var farinn að láta sér það á sama standa. En nú fylgdist hann með af athygli, og þegar túlkurinn þýddi orð hans rangt, tók Haynes sjálfur til máls á kínversku, leiðrétti hann og. skýrði mál sitt, enda kunni hann vandaðri kínverzku en nokkur dómaraöna. í fyrsta skipti leyfði dómsforsetinn hon- um að gera grein fyrir máli sínu, en bauð að túikurinn skyldi leiddur á brott — og var hann skotinn fyrir að hafa orðið til að draga úr virðingu alþýðu- dómstólsins — en réttarhöldun- um var haldið áfram á kínversku. Þegar dómurunum tólcst ekki að fá Haynes til að játa á sig njósnir fyrir bandarísku ríkis- lögregluna, eða nokkurn aðila annan, tóku þeir að spyrja hann um afstöðu hans til kínversku þjóðernissinnanna. Hafði hann ekki jarðsungið foringja þeirra í Kwie-yang, sem kommúnistar tóku af lífi? Jú, Haynes viður- kenndi það. Og hann kvað sig langa til að láta þá heyra bæn- ina sem dóttir foringjans hefði beðið fyrir þeim, sem tóku hann af lífi. Haynes reis úr sæti, stóð tein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.