Úrval - 01.11.1962, Page 40

Úrval - 01.11.1962, Page 40
50 Ú R VA L 2. Kynni okkar hófust eins og ]jalt enduðu: Hún leiddi mig inn í búr — á Ivorpúlfsstöðum í Mos- fellssveit — og gaf mér kleinu. Á milli þessara tveggja kleina voru mörg ár •— og margar klein- ur. Ég breyttist með árunum — en hún ekki. Barnsaugum mínum duldist ekki fegurð hennar: hvítt hárið, sem leystist upp í geislabaug um höfuðið; augun milt Ijós á bláum himni; Itúðin eins og nýfallip mjöll; hreyfingarnar dvöl í óend- anleikanum. Þannig stendur hún mér enn fyrir hugskotssjónum, þótt ég sæi hana síðar með öðrum aug- um — óskyggnum: C-ömul, grá- hærð kona, með góðleg blá augu og bólgna fætur, vafða — eftir áratuga lífsgöngu á steyptum gólfunum á Korpúlfsstöðum, þar scm hún var ráðskona. Það mátti að visu sjá, að hún hafði vcrið glæsileg sem ung kona; en með henni voru fegurð og gæði löngu orðið eitt og hið sama. Gæði: þetta eina fegrun- arlyf, sem ekki þvæst burtu, guf- ar upp — eða eyðist. Gæði hennar — svo ekki sé notað jafn prestlegt orð og kær- leikur — beindust að öllu, sem lífsanda dregur: mönnum og mál- leysingjum án undantekninga, ]j. e. a. s. gæði án skilyrða; hvort sem lifveran vinnur gagn i mann- heimum, ekkert gagn — eða ógagn. Enda virðist skaparinn ekki hafa miðað við það, er hann skóp tegundirnar. Til er í Indlandi trúarflokkur, sem lætur sópa — hreinar — götur, til þess að eng'in hætta sé á að skorkvikindi eða nokkurt kvikt troðist undir fótum manna. Albert Schweitzer hefur verið ásakaður um linkind gagnvart sóttberum í líki flugna og' ann- ara smávera. Ráðskonan á Korpúlfsstöðum tilheyrði engum slíkum trúar- flokki og var ekki trúboði, en hjarta hennar var nógu stórt til að rúma allar lífverur — og fremur á borði en í orði. Ég sé hana enn fyrir mér, þar sem hún stendur yfir mjólkur- könnu og setur skeið undir hálf- drukknaða flugu — ekki vegna þess að mjólkin yrði ólystugri af flugulíki, heldur vegna þess að þarna var •—■ líf sem mátti bjarga. Svo gekk hún út með fluguna í skeiðinni, út í sólskin- ið, sem þurrkaði vængina. Þannig hefur sumum mann- verum verið bjargað — af afli, sem er álíka máttugra mannin- um og ráðskonan var flugunni. En eins og flugan hefur senni- lega ekki skynjað bjargvætt sína
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.