Úrval - 01.11.1962, Blaðsíða 57
73
ERU SKRtMSLI 1 SJÖNUM'?
ÉTT svona til til-
breytingar viður-
R
k&í
W kenni ég, að þekk-
•';! ing mín á efni því,
í sem ég skrifa nú
um, er fremur takmörkuð, en ég
mun ekki vera sá eini, sem svo
er ástatt um. Það eru engir til,
sem búa yfir sérfræðilegri þekk-
ingu, hvað „Sæslönguna miklu“
snertir. En þeim vísindamönnum
fer þó fjölgandi, sem viðurkenna,
að hún sé í raun og veru til, og
þar er um að ræða töluverða
breytingu frá vantrú þeirri, sem
ríkti í því efni fyrir mannsaldri
síðan, en þá var hver sá álitinn
vera hrekkjalómur eða fylliraft-
ur, sem lýsti því yfir, að hann
hefði séð „sæslöngu".
Ein ástæðan fyrir þessu vax-
andi frjálslyndi mun eflaust vera
fundur undrafisksins „coelac-
anth“ árið 1939, en hann hafði
geysilega þýðingu fyrir fiska-
fræðina. Þá náðist í lifandi fisk,
sem álitið var, að dáið hefði út
fyrir fimmtíu milljónum ára, og
virtist fiskur þessi enn lifa góðu
lífi úti við strönd Suður-Afríku.
Fyrst þessum fisk hafði tekizt
að hjara, þá var það mögulegt,
að aðrar skepnur, sem hingað til
höfðu verið álitnar útdauðar,
syntu enn um í þeim 300 mill-
jónum rúmmílna úthafsins, sem
Frægur vísindamaður gerir
að umrœðuefni nokkrar und-
arlegar sagnir um skrímsli í
hafdjúpunum og athugar
mögúleikana fyrir sannleiks-
gildi þeirra.
enn eru að miklu leyti órann-
sakaðar.
Sögur af sæskrímslum má rekja
allt aftur til fyrstu daga sigling-
anna. Ef til vill er Scylla með
mörgu armana frægust þeirra,
en um veru þá getur í Ódysseifs-
kviðu Homers, og fórnaði Ódys-
seifur henni sex mönnum. Með
vaxandi vísindaþekkingu og ýt-
arlegri athugunum hafa goðsög-
urnar vikið fyrir náttúruvísind-
unum. En um leið hefur það
orðið augljóst, að sumar sögur,
sem gengu manna á meðal á dög-
um fyrirrennara okkar aftur í
forneskju, áttu sér nokkra stoð
í raunveruleikanum. Scylla hef-
ur til dæmis eflaust verið kol-
krabbi, og á síðustu öld gerðu
menn sér grein fyrir því, að ó-
freskjan Kraken í sögusögnun-
um var í rauninni risakolkrabbi,
að vísu ekki alveg eins stór og
sögurnar gátu um.
En þó hefur enn ekki fundizt
skýring á sumum þeim fyrir-