Úrval - 01.11.1962, Side 79
HUNDUR AÐ NAFNI HERTOGI
95
Hann var settur í hjólastól um
sex vikum eftir slysið. Á hverjum
degi var máttlausi handleggurinn
og fótleggurinn nuddaður og
æfður. Síðan var hann látinn
stunda böð og alls kyns æfingar.
Einnig var hann látinn reyna að
ganga í eins konar gönguvél, sem
var á hjólum. En bati Chucks
var hægfara.
f marzmánuði fékk hann að
fara heim af sjúkrahúsinu. í
fyrstu varð hann fjarska glaður
yfir að vera kominn heim, en síð-
an greip hann þunglyndi að nýju.
í sjúkrahúsinu höfðu verið aðr-
ir slasaðir menn. En nú fannst
honum sem verið væri að skella
aftur fangelsishliði í hvert sinn
er Marcy lokaði útidyrahurðinni
varlega á eftir sér, þegar hún hélt
til vinnu sinnar á morgnana. Her-
togi var enn í hundauppeldisstöð-
inni, og Chuck var einn heima,
sokkinn niður í dapurlegar hugs-
anir sínar. Hann lá lengstum í
rúminu. Safnaðarnefndin byrjaði
að senda honum liljur af altarinu
að lokinni guðsþjónustu, en veik-
ur maður, sem misst hefur lífs-
löngunina, kann vart að meta lilj-
ur réttilega.
Að lokum var ákveðið, að Her-
togi skyldi fá að koma heim.
Chuck sagðist vilja taka stand-
andi á móti Hertoga, svo að hon-
um var hjálpað til þess að taka
sér stöðu uppi við vegg. Hann
studdist við vegginn. Neglur Her-
toga voru orðnar langar eftir
fjögurra mánaða fjarveru að
heiman. Þegar hann kom auga á
Chuck, tók hann til að titra og
skjálfa. Síðan gelti hann hástöf-
um og tók undir sig geysilegt
stökk yfir þvert gólfið. Hann líkt-
ist flugskeyti. Hann skall svo fast
á bringu Chucks, að Chuck átti
fullt í fangi með að halda jafn-
væginu, þar sem hann studdist
við vegginn.
Sjónarvottar að þessu atviki
halda því fram, að hundurinn hafi
þá tafarlaust gert sér grein fyrir
sjúkleika Chucks. Hann kastaði
sér aldrei á Chuck framar. Upp
frá þeirri stundu tók hann sér
varðstöðu við rúm húsbónda síns,
og hann hvarf ekki frá því á nóttu
né degi.
En það var senr nærvera Her-
toga hefði jafnvel engin áhrif á
Chuck. Járnharðir vöðvar hans
rýrnuðu og mýktust. Marcy grét
í leyni, er hún sá góðlega bros-
ið hans mást út. Andlit hans varð
smám saman rúnum rist. Hann lá
kyrr og starði upo í loftið, síðan
horfði hann út um gluggann og
svo á Hertoga.
Þegar tveir náungar horfast í
augu dag eftir dag og annar get-
ur ekki hreyft sig og hinn ekki
talað, þá verða þeir gripnir leið-