Úrval - 01.11.1962, Qupperneq 91
STRIÐ ÁN BLÓÐSÚTHELLINGA
107
brott með eiturgasi, sem „gull-
gerðarmaður“ nokkur framleiddi
á þann hátt að hann lét dýfa
tuskuin ofan í lög, sem hann
hafði blandað, þurrka þær og'
kveikja síðan í þeim. Efnasam-
setning blöndunnar er ókunn.
1 fyrri heimsstyrjöldinni rann-
sökuðu vísindamenn yfir 3000
mismunandi sýnishorn í leit að
efnafræðilegum vopnum. Af þeim
voru einungis 32 notuð á víg-
völlunum, og er sinnepsgasið
þeirra kunnast.
Arið 1930 tókst svo þýzkum
vísindamönnum, sem unnu að til-
raunum með nýjar og virkari teg-
undir af skordýraeitri, að finna
upp enn „stórvirkara" efnafræði-
legt vopn, taugagasið, en þeirri
uppfinningu var lialdið leyndri
þangað til í lok síðari heims-
styrjaldar.
Leyndardómur
„taugagastegundanna“.
Banvæni þessarra taugagasteg-
unda er í því fólgið, að það eyð-
ir úr taugunum efni því, kólínes-
terase, sem ræður fyrir vöðva-
slökun með þeim hætti að það
gerir óvirkt annað kólínefni, sem
ræður fyrir samdrætti vöðvanna.
Eyðing hins fyrrnefnda efnis
veldur því óviðráðanlegum
vöðvastjarfa.
Hinn ógnþrungni raunur á
taugagastegundum þeim, sem nú
er unnt að framleiða, og eitur-
gasinu, sem Þjóðverjar beittu í
fyrri heimsstyrjöldinni, er fyrst
og fremst sá hversu örlítið magn
þarf af hinum fyrrnefndu teg-
undum. Eitt flugskeyti getur bor-
ið það magn, sem með þarf til að
stórskaða eða drepa alla óvarða
íbúa á míluvíðu svæði. Gasið
þrengir sér inn í líkamann gegn-
um öndunarfærin, augun og h'ör-
undið, og jafnvel minnsta magn
af því getur valdið þrautum,
vöðvakrampa og jafnvel dauða.
Unnt er að vinna á áhrifuin
taugagastegundanna með atro-
pine, sem örvar vöðvastarfsem-
ina, sé því dælt tafarlaust í blóð
viðkomanda og' um leið hafnar á
honum lífgunartilraunir, þar eð
taugaga'sið þarf ekíki nema
nokkrar mínútur til að valda
hi'na. En meinið er, að taugagas-
ið er bæði lyktarlaust, bragð-
laust og litlaust, svo einungis
áhrifin segja til þess. Fyrir
hragðið er nú unnið að því af
kappi að finna upp viðvörunar-
tæki, hárnærn, viðbragðsfljót og
siálfvirk, sem starfað geti ó-
slitið og látlaust.
Takmarkið er að koma upp
fjölvirkum og færanlegum sam-
stæðum viðvörunartækja, er sagt
geti til um alla loftmengun, líf-
fræðilega og efnafræðilega. Kerfi