Úrval - 01.11.1962, Blaðsíða 144
160
kæmi til hugar að hvíla burðar-
karlana, þegar þeir virtust að
lotum komnir þar sem brattast
var; þessir húðarjálkar voru
ráðnir til þess arna, og hvað
varðaði þá háu herra um það
þótt einhver þeirra hnigi dauður
niður af ofreynslu? Þannig birt-
ist viðhorf og afstaða yfirstétta
Kuomintang-stjórnarvaldanna í
sinni lökustu mynd.
Að sjálfsögðu hafði verið létt-
ara yfir mér, þegar ég fór þessa
leið í fyrra skiptið. Við höfðum
nokkra viðstöðu í þorpinu, þar
sem ég hafði verið rændur öllu
minu jarðneska góssi. Og nú fyrst
skildist mér það, að ræningjun-
um hlaut að- hafa borizt njósn af
ferðum mínum og dvöl minni þar
-—■ það gaf auga leið, að ekld gat
nein hending ráðið því að þeir
skyldu ræna þennan afskekkta
stað, þar sem annars var ekki
von um neinn feng, einmitt þá
nótt sem ég hafði þar viðdvöl.
En hvað um það — þessu varð
ekki breytt og þýddi ekki um
neitt að sakast. Og nú tók ég
það ráð að dragast aftur úr lest-
inni, svo ég gæti gengið veginn,
þar sem hann var greiðfærastur.
Um k.völdið var svo staðnæmzt í
Lianluku, allstóru þorpi undir
skarðinu, en þar hitti ég vin-
gjarnlegan, ldnverskan kaup-
mann, sem var á leið til Kang-
ting; hann lánaði mér dálitla
ÚR VAL
peningaupphæð, svo ég gat gold-
ið næturgreiðann í veitinga-
kránni. Næsti dagur varð býsna
erfiður, því þá fórúm við yfir
Feiyulinpskarð, sem liggur í níu
þúsund feta hæð yfir sjávarmál.
Torfærur á leið.
Uppi í skarðinu var allt enn
að mestu snævi hulið og fossar
og vatnsföll á ísi, og var það
undursamleg sjón, en þar sem
sól náði til liafði snjóinn leyst
og fagurlitar prímúlur gægðust
upp úr sverðinum. Þvi miður
naut ég ekki fegurðarinnar sem
skyldi, þar sem ég özlaði krapið
köldum og sárum fótum.
Við lögðum nú upp bratt ein-
stigi, þar sem burðarkarlalest-
irnar höfðu smám saman troðið
einskonar þrep í klakann. En
þau voru flughál, og hálmskórn-
ir mínir höfðu þar ekkert við-
nám, svo mér skrikaði fótur i
sifellu, og öðru hverju hrumlaði
ég mig á leggjunum svo úr
blæddi, þótt ég fyndi ekki til
sársaukans vegna kuldans. Þetta
klif upp einstigið var mér þvi
ein samfelld þraut og kvalræði.
Engu að síður var það ekkert
hjá því, sem burðarkarlarnir
urðu að þola. Þeir, sem hafur-
taskið báru, urðu að skipta
byrðum sínum og fara tvær ferð-
ir upp einstigið, og mannbrodda
urðu þeir að binda á sig, til þess