Úrval - 01.11.1962, Qupperneq 146
162
og fella sig jafnilla við hvort
tveggja. Þeir draga sig því sem
mest inn í sína skel, einangra
sig frá öllu og öllum og halda
sínum kínversku siðum og lifn-
aðarháttum, en hafa eins lítil
samskipti og þeim er frekast
mögulegt við hina undarlegu —
og að þeirra dómi lítt siðuðu
— háfjallabúa.
Kangting er snertipunktur
þessara tveggja ólíku heima. Þar
kemst maður til dæmis fyrst i
kynni við þau trúarbrögð, sem
sett hafa svip sinn á allt líf þjóð-
arinnar.
Þar á götunum mætir maður
fjölda lamamunka í sínum rauðu
kuflum, mörg klaustur eru bæði
i borginni sjálfri og í næsta ná-
grenni við hana; þar getur að
líta hin hvítu, klukkulaga skrin,
sem chörtens nefnast á máli Tí-
betana, og bænaveifurnar blakta
hvarvqtna í golunni. Og þegar
myrkt er orðið og hljótt, heyrir
maður munkana þeyta hinar
mikhi trompetur sínar og lang^
dregið, einhljóma söngl ung-
munkanna — þessa dulu, annar-
legu og angurværu tóna, sem
virðast eiga upptök sín í innstu
fylgsnum tibezkrar þjóðarsálar.
Þar í landi er það trúin, sem
mótar allt hugsanalif mannsins
og ræður fyrir öllu lífi hans.
Það mun ýkjulaust, að í engu
landi — að Indlandi ef til vill
ÚRVAL
undanskildu — sé trúin jafn alls-
ráðandi og í Tíbet.
Lamaisminn, sem eingöngu
fyrirfinnst í Tibet og Mongólíu,
er í rauninni sérstök trúarregla
— grein á meginstofni Búddha-
trúarbragðanna. Þótt hann sé
þeim trúarbrögðum, að minnsta
kosti eins og þau tíðkast á Cey-
lon og Cambodiu og víða ann-
ars staðar, ólíkur um margt, sér
í lagi þar sem hann er hrein-
ræktaðastur, ef svo mætti að orði
komast, er það fyrst og fremst
á yfirborðinu, hvað sem snertir
ytra form og siði, liggja dýpstu
rætur hans í einum og sama jarð-
vegi — kenningum Búddha, og
þeim grundvallaratriðum, sem
hann sjálfur mótaði.
Eftir þriggja vikna dvöl í
Kangting, þar sem ég var tíður
gestur í lamaklaustrunum, gat ég
haldið áfram l'ör minni til
Kantze.
Trompetur næturinnar.
í Kantze bjó ég í næsta ná-
grenni við lamaklaustur mikið.
Voru það margar byggingar,
reistar á stöllum eða þrepum
upp eftir allri hlíðinni að efstu
brún. Á kvöldin, þegar myrkt var
orðið, sat ég oft einn úti á svöl-
unum og naut kyrrðarinnar, sem
einungis var rofin af hundgá í
fjarska.
En á stundum barst einnig