Úrval - 01.12.1965, Side 9
AFI
7
ina tveir menn, annar vildi ákaft
snúa við og hlaupa til baka, en
hinn kerrti hnakkann og axlirnar
og hélt áfram göngu sinni út í
heiminn, og bar sig hermannlega,
eins og afi vildi, að ég gerði, þegar
erfiðleikar steðjuðu að.
Það liðu nokkrar vikur og þá var
hringt. Ég hafði verið í þann veg-
inn að fara í kennslustund, og ég
skrökvaði: — Ég get ekki komið
heim til að vera við jarðarförina,
því að ég tapa heilu skólaári, ef ég
missi af þeim prófum, sem nú eru
að fara í hönd.
Um leið og ég hengdi upp tólið,
kom herbergisfélagi minn inn. Hún
þefaði út í loftið og sagði: — Ef ég
vissi það ekki að það væri bannað
að elda hér, þá hefði ég haldið, að
þú hefðir verið að steikja þér egg
og bacon og korn.
Henni skjátlaðist ekki.
Ef tveim mönnum kemur saman um allt, megið þið vera viss um,
að það er bara annar þeirra, sem hugsar Lyndon B. Johnsson
Það má ekki missa trúna á mannkyninu. Mannkynið er sem haf.
Þótt nokkrir dropar hafsins verði óhreinir, verður hafið samt ekki
óhreint. Gandh'i
Það er ekki aðeins erfiðast af öllu að þekkja sjálfan sig, heldur
einnig það allra óþægilegasta. Josh Billings
Æskan er haldin þeirri fyrru, að gáfur geti komið í staðinn fyrir
reynslu, en ellin aftur á móti þeirri firru, 'að reynslan geti komið í
staðinn fyrir gáfur. Lyman Bryson
Það, sem menn biðja venjulega um, þegar þeir biðja til guðs, er,
að tveir plús tveir séu ekki fjórir.
W.H. Auden og Louis Kronenberger
Þegar áætlanir eru gerðar fyrir fram, er það furðulegt, hversu oft
aðstæðurnar reynast vera við þeirra hæfi. Sir William Osler
Skapgerð hvers manns og garðurinn hans sýna bæði og sanna, hvfersu
dyggilega hefur verið unnið að illgresiseyðingu á vaxtarskeiðinu.
W.F.C,