Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 17
LEYNDARMÁL SVISSNESKU BANKANNA
15
Þessar 80 billjónir dollara eru
ekki settar í fjárfestingu í Sviss.
Mikill hluti hinnar erlendu fjár-
festingar þar hefur skapað erfið
vandamál, sem hafa leitt af sér
bæði „yfirhitun11 og verðbólgu nú
á yfirstandandi áratug. Og í janúar
1964 var það því bannað að leggja
erlent fé í fjárfestingu í Sviss, og
ekki má heldur greiða neina vexti
af erlendum innistæðum.
Þetta dulda fjármagn lendir að
mestu leyti á verðbréfamarkaðnum
í Wall Street í New York. Ef ekki
yrði lengur óskað eftir því þar,
fyndi það sér einhvern annan sama-
stað. Svissnesku bankastjórarnir
eru ekki hleypidómafullir og fara
ekki í neitt manngreiningarálit,
nema slíkt hafi hagnað í för með
sér. Árið 1963 voru ítölsk verð-
mæti, er námu yfir 4 billjónum
líra, flutt til Lugano í Sviss, og er
þetta táknrænt dæmi um óstöðug-
leika ítalskra fjármála. Svisslend-
ingar mokuðu mestum hluta þess
fjármagns aftur yfir til Ítalíu. En þá
var það orðið „svissneskt“ fjármagn
og hélt innreið sína á ný í ftalíu
næstum því algerlega skattfrjálst.
Sviss hefur gert samninga við
mörg lönd um „frystingu" (geymslu
á vöxtum og arði. Eitt slíkra landa
eru Bandaríkin. 15% er fryst af
bandarískum verðbréfum og öðrum
verðmætum pappírum á vegum
svissneskra banka í Bandaríkjun-
um, og samkvæmt samningi við
Sviss gildir hið sama, hvað snertir
önnur 15%, ef eigandinn er banda-
rískur þegn. Hægt er að sækja um
leyfi til útborgunar á venjulegan
hátt. En það er enginn skattur lagð-
ur á ágóða af fjármagni, sem mynd-
azt hefur vegna sölu með hjálp
banka, og enginn stjórn hefur að-
stöðu til þess að lcomast að því, hvort
um slíkan ágóða hefur verið að
ræða. Bandaríkjamaður, sem lát-
ið hefur undir höfuð leggjast að til-
kynna um slíkan ágóða á skatta-
skýrslu sinni, hefur um leið gerzt
sekur um skattsvik, og Fjármála-
ráðuneyti Bandaríkjanna hefur
tekizt að rekja slóð töluverðs fjár-
magns til svissneskra banka, en þar
endar sú slóð auðvitað snögglega.
Yrði um að ræða opinberlega endur-
yfirfærslu slíks fjármagns til Banda-
ríkjanna, getur Fjármálaráðuneyt-
ið auðvitað gripið til margs konar
sektarákvæða, þar á meðal fyrir
saknæmar blekkingar til þess að
komast undan skattlagningu. En
það brýtur í bága við svissnesk
borgaraleg lög, ef svissneskur banki
hefur samvinnu við erlenda (eða
jafnvel svissneska) ríkisstjórn á
þessu sviði í fjármálalegum efnum
og skattamálum, hverrar tegundar
sem þau kunna að vera, nema mál
þau, sem rannsökuð eru, séu þess
eðlis, að jafnframt sé um að ræða
afbrot samkvæmt svissneskum lög-
um.
Bandaríska stjórnin kvað að vísu
upp úrskurð um, að það fjármagn
Billie Sol Estes, sem virtist hafa
gufað upp, skyldi réttlaust hvar
sem það fyndist og fryst vegna ó-
greiddra skatta. En jafnvel þótt
fjármagn þetta reyndist vera í
Sviss, gætu svissnesk stjórnarvöld
eða stofnanir ekkert að gert. En
svissneskir bankar taka ekki við
stolnu fé, ef þeir vita, að um slíkan