Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 21
LEYNDARMÁL SVISSNESKV BANKANNA
19
enn áfrana að streyma frá Ítalíu,
virðist sanna þá staðhæfingu, að
undanfari stöðugs efnahagskerfis
verði að vera stöðug og styrk rík-
isstjórn. En meðan slíkar aðstæður
eru nú ekki alls staðar ríkjandi,
koma„blóð-og svita“ peningar sér
mjög vel fyrir Vesturlönd í heild,
peningar, sem streyma til þeirra
gegnum svissnesku bankana.
Þeir, sem flytja peninga sína til
Sviss til þess að losna þannig við
skatta, eru svo í sérstökum flokki.
Fyrir nokkrum árum gerði sviss-
neskur lögfræðingur samanburð á
svissneskum og bandarískum skatt-
stiga fyrir ónefnda kvikmynda-
stjörnu, sem hafði um milljón doll-
ara tekjur á ári og hefði líklega
þurft að borga af þeim tekjum allt
að 870.000 dollara í tekjuskatta sam-
kvæmt bandarískum skattstiga,
sem gilti til ársins 1964. Brezku
og sænsku skattarnir voru jafnvel
enn ofboðslegri. En tæki stjarnan
sig nú til og keypti svissneskt hús
og áynni sér heimilisfestu í hinni
réttu kantónu, gat hún um leið
stofnað nokkurs konar „sjálfseigna-
félag“, breytt sjálfri sér í fyrir-
tæki og látið greiða allar tekjui'
sínar skattfrjálst inn í fyrirtæki
þetta. Nöfn félaganna skipta engu
máli. Þau geta verið kölluð Willi-
am Holden-félagið, Noel Coward-
félagið, Elizabeth Taylor & Cie eða
Joe Blow h.f. Það er ekki nauðsyn-
legt að vera kvikmyndastjarna til
þess að geta myndað slíkt félag.
Slíkf geta einnig rithöfundar, líkt
og Georges Simenon eða Irwin
Shaw. Svíi einn, sem var heims-
meistari í þungavigt í hnefaleikum
um tíma, gerði slíkt jafnvel. Einu
skilyrðin eru miklar tekjur í reiðu-
fé. Margir þeir, sem orðið hafa milj-
ónamæringar á undanförnum árum
vegna einkaleyfa og alls konar frarn-
leiðsluleyfa, geta einnig myndað
slík „persónufélög". Er þar um að
ræða vaxandi hóp viðskiptamanna
hjá svissnesku bönkunum.
Slík félög borga aðeins %o úr
einu prósenti í félagsskatt í beztu
kantónunum. Svissneskir tekju-
skattar verða að greiðast af upphæð-
um þeim, sem félagið borgar út
(t.d. 5.000—10.000 dollarar á mán-
uði til persónulegrar eyðslu), en
svissneskir tekjuskattar eru mjög
hóflegir miðað við slíka skatta á
Vesturlöndum almennt. Enginn
skattur er lagður á óútborgaðan
hagnað, og þess er ekki krafizt að
hagnaður sé nokkru sinni „útborg-
aður.“ Og verði ameríska milljóna-
stjarnan eða milljónahöfundurinn
að borga meira samtals en einn
tíunda hluta af sköttum þeim, sem
á hann hefðu verið lagðir í Banda-
ríkjunum, er kominn tími til þess
að útvega sér nýjan og duglegri
lögfræðing.
Borgarar sumra ríkja verða ef
til vill að afsala sér borgararétt-
indum til þess að geta orðið þessara
svissnesku fríðinda aðnjótandi. Hvað
bandaríska og brezka þegna snertir,
gerist þess ekki þörf. Nýju banda-
rísku skattalögin hafa nú áhrif á
þetta fyrirkomuiag, einkum álagn-
ing skatta á upphæðir, sem nema
meira en 25.000 dollurum og aflað
er af Bandaríkjaþegnum, sem bú-
settir eru erlendis. Nú eru þessii