Úrval - 01.12.1965, Side 26
24
ÚRVAL
rólegur átekta, og samþykkti þingiS
yfirlýsingu um, að það æskti ráð-
herraskipta, mundi hann að sj álf-
sögðu beygja sig fyrir henni.
Hannes Hafstein þurfti ekki að
bíða lengi eftir því, að vantraust-
tillagan yrði borin fram, því það
var gert strax á eft.ir. Samhljóða
tillögur voru bornar frarn samtím-
is í báðum deildum þingsins og voru
á þessa leið: „Ráðherra íslands hefur
lagt allt kapp á að koma fram „frv.
til laga um ríkisréttarsamband Dan-
merkur og íslands,“ sem mikill meiri
hluti þjóðar og þings telur lögfesta
ísland í danska ríkinu. Hann leggur
frv. þetta fyrir þingið nú og mælir
enn fastlega með því óbreyttu. Hann
hefur og gengið þvert á móti vilja
íslertzkra kjósenda, er hann valdi
síðast konungltjörna þingmenn. Enn
er það, að þjóð og þing telur ýmsar
stjórnarráðstafanir hans vítaverðar.
—• Fyrir því ályktar deildin að lýsa
yfir því, að vegna samvinnu ráð-
herráns við þingið og eftir sjálfsögð-
um þingræðisreglum vænti hún þess,
að hann biðjist þegar lausnar.“
Flutningsmenn tillögunnar í efri
deild voru séra Sigurður Stefáns-
son í Vigur, Ari Jónsson fArnalds)
síðar sýslumaður, og Jens Pálsson
prófastur, en í neðri deild voru
flutningsmenn Skúli Thoroddsen
fyrrv. sýslumaður, Björn Jónsson
ritstjóri, Ólafur Briem bóndi, séra
Sigurður Gunnarsson og Bjarni
Jónsson frá Vogi.
Umræðurnar um vantraustið fóru
fram í neðri deild hinn 23. febrúar
og hafði Skúli Thoroddsen orð fyrir
flutningsmönnum og skýrði hin þrjú
ákæruatriði. sem fólust í t.illögunni.
Áður en Hannes Hafstein svaraði
þeim, gerði hann stuttlega grein
fyrir því, að hann hefði ekki talið
ástæðu til þess að biðjast lausnar
að kosningum loknum. Hann livaðst
álíta, að eftir kosningarnar hefði
verið ómögulegt að segja um það
með íullri vissu, hvernig skipast
mundi um samvinnu milli þingsins
og stjórnarinnar. Að vísu hefði ver-
ið hægt að segja, þegar sást hverjir
kosning'u hlutu, að það væri senni-
legt, að stjórnin yrði í minni hluta,
er á þing kæmi. Það væri ekki kunn-
ugt, að þingmannsefnin væru einn
flokkur, hvorki gagnvart frum-
varpsuppkastinu eða stjórninni eða
um önnur mál. Það hefði því verið
gersamlega óþingræðislegt, ef hann
hefði sótt um lausn vegna kosning-
anna, áður en þing kom saman, og
enda margt annað, sem mælti móti
því, eins og undirbúningur fjárlaga
og annarra mála undir þingið. Enn-
fremur sagði ráðherra að honum
dytti þó ekki annað í hug en að
haga sér eftir því, hvernig aðstaða
hans á þinginu væri, eins og það
væri nú samsett eftir kosningarnar,
og það þegar af þeirri ástæðu, að
án fylgis meiri hluta þingsins eða
samvinnu við hann væri ómögu-
legt, fyrir ráðherra að halda stjórn-
arathöfnum, sem hann á að bera á-
byrgð á, í því horfi, sem hann vill
og t.elur réttast.
Vantrauststillagan var samþykkt
með 15 atkvæðum gegn 8, og var
fallið frá umræðum og atkvæða-
greiðslu í efri deild með samkomu-
lagi milli ráðherrans og flokks-
stjórnar þingmeirihlutans.
Þannig lauk þá stjórnai'tímabili