Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 26

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 26
24 ÚRVAL rólegur átekta, og samþykkti þingiS yfirlýsingu um, að það æskti ráð- herraskipta, mundi hann að sj álf- sögðu beygja sig fyrir henni. Hannes Hafstein þurfti ekki að bíða lengi eftir því, að vantraust- tillagan yrði borin fram, því það var gert strax á eft.ir. Samhljóða tillögur voru bornar frarn samtím- is í báðum deildum þingsins og voru á þessa leið: „Ráðherra íslands hefur lagt allt kapp á að koma fram „frv. til laga um ríkisréttarsamband Dan- merkur og íslands,“ sem mikill meiri hluti þjóðar og þings telur lögfesta ísland í danska ríkinu. Hann leggur frv. þetta fyrir þingið nú og mælir enn fastlega með því óbreyttu. Hann hefur og gengið þvert á móti vilja íslertzkra kjósenda, er hann valdi síðast konungltjörna þingmenn. Enn er það, að þjóð og þing telur ýmsar stjórnarráðstafanir hans vítaverðar. —• Fyrir því ályktar deildin að lýsa yfir því, að vegna samvinnu ráð- herráns við þingið og eftir sjálfsögð- um þingræðisreglum vænti hún þess, að hann biðjist þegar lausnar.“ Flutningsmenn tillögunnar í efri deild voru séra Sigurður Stefáns- son í Vigur, Ari Jónsson fArnalds) síðar sýslumaður, og Jens Pálsson prófastur, en í neðri deild voru flutningsmenn Skúli Thoroddsen fyrrv. sýslumaður, Björn Jónsson ritstjóri, Ólafur Briem bóndi, séra Sigurður Gunnarsson og Bjarni Jónsson frá Vogi. Umræðurnar um vantraustið fóru fram í neðri deild hinn 23. febrúar og hafði Skúli Thoroddsen orð fyrir flutningsmönnum og skýrði hin þrjú ákæruatriði. sem fólust í t.illögunni. Áður en Hannes Hafstein svaraði þeim, gerði hann stuttlega grein fyrir því, að hann hefði ekki talið ástæðu til þess að biðjast lausnar að kosningum loknum. Hann livaðst álíta, að eftir kosningarnar hefði verið ómögulegt að segja um það með íullri vissu, hvernig skipast mundi um samvinnu milli þingsins og stjórnarinnar. Að vísu hefði ver- ið hægt að segja, þegar sást hverjir kosning'u hlutu, að það væri senni- legt, að stjórnin yrði í minni hluta, er á þing kæmi. Það væri ekki kunn- ugt, að þingmannsefnin væru einn flokkur, hvorki gagnvart frum- varpsuppkastinu eða stjórninni eða um önnur mál. Það hefði því verið gersamlega óþingræðislegt, ef hann hefði sótt um lausn vegna kosning- anna, áður en þing kom saman, og enda margt annað, sem mælti móti því, eins og undirbúningur fjárlaga og annarra mála undir þingið. Enn- fremur sagði ráðherra að honum dytti þó ekki annað í hug en að haga sér eftir því, hvernig aðstaða hans á þinginu væri, eins og það væri nú samsett eftir kosningarnar, og það þegar af þeirri ástæðu, að án fylgis meiri hluta þingsins eða samvinnu við hann væri ómögu- legt, fyrir ráðherra að halda stjórn- arathöfnum, sem hann á að bera á- byrgð á, í því horfi, sem hann vill og t.elur réttast. Vantrauststillagan var samþykkt með 15 atkvæðum gegn 8, og var fallið frá umræðum og atkvæða- greiðslu í efri deild með samkomu- lagi milli ráðherrans og flokks- stjórnar þingmeirihlutans. Þannig lauk þá stjórnai'tímabili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.