Úrval - 01.12.1965, Side 29

Úrval - 01.12.1965, Side 29
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTI 1904—1917 27 úr hófi og mikið var um meiðyrða- mál fyrir dómstólunum. Mörg merk- ismál voru raunar líka afgreidd á stjórnartímabili Björns Jónssonar og nægir að nefna í því sambandi lögin um stofnun Háskóla íslands og lögin um aðflutningsbann á á- fengi, en deilurnar urðu magnaðri og magnaðri. Mikið deiluefni var líka skipun og starfsemi viðskiptaráðu- nautarins svonefnda, en það embætti var stofnað 1909 með fjárveitingu af hálfu Alþingis og var Bjarni Jónsson frá Vogi skipaður í það. Hér verður stjórnarferill Björns Jónssonar annars ekki frekar rak- inn, en þegar Alþingi kom saman í febrúarmánuði 1911, töldu bæði Heimastjórnarmenn og gamlir stuðningsmenn Björns, aðallega Landvarnarmenn, sig eiga ærnar sakir við hann. Heilsufari hans hafði líka farið hnignandi og vildu því sumir flokksmenn hans, að hann segði af sér, og álitu, að hann væri vart fær um að gegna ráðherra- störfum áfram af þessari ástæðu. Aðrir vildu ekki, að Björn léti af völdum og vildu engan annan ráð- herra hafa, enda naut hann mikilla vinsælda og trausts hjá fjölda manns. Björn hafði sjálfur þau ráð á, eins og Hannes Hafstein hafði gert á undan honum, að víkja ekki fyrir öðru en vantraustsyfirlýsingu, en tillaga hér að lútandi var fljótlega borin fram, er Alþingi hafði komið saman um miðjan febrúarmánuð. Vantrauststillagan var borin fram í báðum deildum og voru flutnings- mennirnir úr Landvarnarflokknum. Efri deildar mennirnir voru Ari Jónsson (Arnalds), Kristján Jónss- on og síra Sig'urður Stefánsson frá Vigur, en í neðri deild voru flutn- ingsmennirnir þeir Benedikt Sveins- son ritstjóri, B.jarni Jónsson frá Vogi, Jón Jónsson á Hvanná, Skúli Thoroddsen ritstjóri og Jón Sig- urðsson á Haukagili. Vantrausts- tillagan í neðri deild var svohljóð- andi: „Neðri deild Alþingis ályktar að lýsa yfir vantrausti sínu á nú- verandi ráðherra fslands". Síðan báru flutningsmennirnir fram við- aukatillögu, en þar var sagt: „og skorar á hann að beiðast lausnar þegar í stað“. Vantrauststillagan var aldrei rædd í efri deild, en í neðri deild var hún tekin fyrir hinn 24. febrúar, og reifaði Benedikt Sveinsson málið af hálfu flutnings- manna. Umræður um vantraustið urðu mjög miklar. Benedikt Sveins- son sagði, að enda þótt það væri alkunnugt orðið, að margir af fl okksmönnum Sj álfstæðisflokksins innan þings og utan gætu ekki leng- ur borið traust til ráðherrans og lát- ið það í ljós við hann, þá hefðu þeir miklu fremur kosið, að ráðherra hefði vikið, án þess að til vantrausts hefði þurft að koma, en hánn hefði ekki látið þess neinn kost. Þvínæst sagði hann, að flutningsmenn til- lögunnar væru ósamþykkir ráð- herra „fyrir framkomu hans bæði utanlands og innan: Fyrir undan- hald og ístöðuleysi gagnvart útlenda valdinu og fyrir lélega stjórn og at- hafnaleysi innanlands". Aðalákæru- efni Landvarnarmanna var fram- koma ráðherrans í sambandsmálinu, en Heimastjórnarmenn gagnrýndu hann fyrst og fremst vegna.afseth-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.