Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 31
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTI 1904—1917
29
sem ráðherra. Hann taldi sér því ó-
hætt að fullyrða, að hér hefði þing-
ræðinu eigi verið traðkað eða að
neinu leyti misboðið. Þessu mót-
mælti Skúli Thoroddsen strax í
neðri deild og taldi, að þingræðið
hefði verið brotið, því að konungi
hefði verið um það fullkunnugt, að
19 þjóðkjörnir þingmenn hefðu
skriflega lýst því yfir, að þeir mundu
aðeins styðja einn ákveðinn mann
sem ráðherra, og átti hann þar við
sjálfan sig.
Hið næsta sem gerðist var, að sjö
þingmenn í neðri deild með Skúla
Thoroddsen í broddi fylkingar báru
fram vantrauststillögu á hendur
Kristjáni Jónssyni, og kom hún til
umræðu hinn 18. marz. Skúli Thor-
oddsen hafði einkum orð fyrir flutn-
ingsmönnum tillögunnar. Hann
skýrði m.a. frá því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði hinn 12. marz sím-
að konungi svohljóðandi: „Nítján
af 24 þjóðkjörnum þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins hafa tjáð sig
meðmælta Skúla Thoroddsen sem
ráðherraefni. Auk þess eru tveir
ákveðnir flokksmenn, annar lætur
tilnefninguna afskiptalausa, en hinn
— ráðherrann sem frá fer — hefur
lýst yfir því, að hann vilji eigi, að
Thoroddsen sé felldur á þessu þingi.
Um þrjá er í óvissu. Enginn annar
en Thoroddsen getur vænt stuðnings
Sjálfstæðisflokksins, og þessvegna
mælir flokkurinn allraundirgefnast
með honum“. Skúli Thoroddsen
sagði ennfremur í umræðunum, að
hann hefði skjal í höndunum, undir-
skrifað af þessum 19 þingmönnum,
sem hefðu talið sig meðmælta hon-
um sem ráðherraefni.
Nú hafði konungur óskað upplýs-
inga um það, hvernig sakir stæðu,
frá flehi aðilum, svo sem Hannesi
Hafstein, Kristjáni Jónssyni og
Hannesi Þorsteinssyni, en Hannes
Þorsteinsson var forseti neðri deild-
ar. Hann upplýsti í umræðunum, að
hann hefði þennan sama dag óg
Sjálfstæðisflokkurinn símaði kon-
ungi, það er hinn 12. marz, líka
sent honum símskeyti, og var það
á þessa leið: „Ráðherratilnefningin
óútkljáð. Skúli Thoroddsen hefur
ákveðin 7 atkvæði að sínu eingin
meðtöldu úr mótflokksbroti ráð-
herra (þ.e. Björns Jónssonar). And-
stæðingaflokkurinn (þ. e. Heima-
stjórnarflokkurinn) hefur í einu
hljóði neitað að ljá honum fylgi
sitt sem ráðherraefni. Langvarandi
samningaumleitanir milli flokks-
brots ráðherrans . og fylgismanna
Thoroddsens, þrátt fyrir það, að
flokksbrotið hefur áður neitað allri
hlutdeild í tilnefningunni. Á sam-
eiginlegum fundi í gærkveldi hefur
Thoroddsen fengið loforð um 12
hlutlausa úr flokksbroti ráðherra.
Það er álitið, að Kristján Jónsson
muni geta náð með því 21 atkvæði,
sem þá er eftir.“
Konungi hafði þannig verið sím-
að, að álitið væri, að hvor kandidat
um sig hefði stuðning 21 þingmanns,
en þingmenn voru þá 40. Það var
ekki upplýst, hvað aðrir simuðu
konungi og tillaga til þingsályktun-
ar um skipun nefndar samkvæmt
22. gr. stjórnarskrárinnar til að
rannsaka símskeyti viðvíkjandi ráð-
herraskiptunum var síðar á þinginu
felld með 12 atkvæðum gegn 12.
Kristján Jónsson hélt hinu sama