Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 31

Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 31
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTI 1904—1917 29 sem ráðherra. Hann taldi sér því ó- hætt að fullyrða, að hér hefði þing- ræðinu eigi verið traðkað eða að neinu leyti misboðið. Þessu mót- mælti Skúli Thoroddsen strax í neðri deild og taldi, að þingræðið hefði verið brotið, því að konungi hefði verið um það fullkunnugt, að 19 þjóðkjörnir þingmenn hefðu skriflega lýst því yfir, að þeir mundu aðeins styðja einn ákveðinn mann sem ráðherra, og átti hann þar við sjálfan sig. Hið næsta sem gerðist var, að sjö þingmenn í neðri deild með Skúla Thoroddsen í broddi fylkingar báru fram vantrauststillögu á hendur Kristjáni Jónssyni, og kom hún til umræðu hinn 18. marz. Skúli Thor- oddsen hafði einkum orð fyrir flutn- ingsmönnum tillögunnar. Hann skýrði m.a. frá því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði hinn 12. marz sím- að konungi svohljóðandi: „Nítján af 24 þjóðkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa tjáð sig meðmælta Skúla Thoroddsen sem ráðherraefni. Auk þess eru tveir ákveðnir flokksmenn, annar lætur tilnefninguna afskiptalausa, en hinn — ráðherrann sem frá fer — hefur lýst yfir því, að hann vilji eigi, að Thoroddsen sé felldur á þessu þingi. Um þrjá er í óvissu. Enginn annar en Thoroddsen getur vænt stuðnings Sjálfstæðisflokksins, og þessvegna mælir flokkurinn allraundirgefnast með honum“. Skúli Thoroddsen sagði ennfremur í umræðunum, að hann hefði skjal í höndunum, undir- skrifað af þessum 19 þingmönnum, sem hefðu talið sig meðmælta hon- um sem ráðherraefni. Nú hafði konungur óskað upplýs- inga um það, hvernig sakir stæðu, frá flehi aðilum, svo sem Hannesi Hafstein, Kristjáni Jónssyni og Hannesi Þorsteinssyni, en Hannes Þorsteinsson var forseti neðri deild- ar. Hann upplýsti í umræðunum, að hann hefði þennan sama dag óg Sjálfstæðisflokkurinn símaði kon- ungi, það er hinn 12. marz, líka sent honum símskeyti, og var það á þessa leið: „Ráðherratilnefningin óútkljáð. Skúli Thoroddsen hefur ákveðin 7 atkvæði að sínu eingin meðtöldu úr mótflokksbroti ráð- herra (þ.e. Björns Jónssonar). And- stæðingaflokkurinn (þ. e. Heima- stjórnarflokkurinn) hefur í einu hljóði neitað að ljá honum fylgi sitt sem ráðherraefni. Langvarandi samningaumleitanir milli flokks- brots ráðherrans . og fylgismanna Thoroddsens, þrátt fyrir það, að flokksbrotið hefur áður neitað allri hlutdeild í tilnefningunni. Á sam- eiginlegum fundi í gærkveldi hefur Thoroddsen fengið loforð um 12 hlutlausa úr flokksbroti ráðherra. Það er álitið, að Kristján Jónsson muni geta náð með því 21 atkvæði, sem þá er eftir.“ Konungi hafði þannig verið sím- að, að álitið væri, að hvor kandidat um sig hefði stuðning 21 þingmanns, en þingmenn voru þá 40. Það var ekki upplýst, hvað aðrir simuðu konungi og tillaga til þingsályktun- ar um skipun nefndar samkvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar til að rannsaka símskeyti viðvíkjandi ráð- herraskiptunum var síðar á þinginu felld með 12 atkvæðum gegn 12. Kristján Jónsson hélt hinu sama
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.