Úrval - 01.12.1965, Side 32

Úrval - 01.12.1965, Side 32
30 ÚRVAL fram í vantraustsumræðunum og hann hafði áður sagt, að hann hefði haft íulla ástæðu til að telja sér stuðning helmings allra þjóðkjör- inna þingmanna (17) og allra hinna konungskjörnu þingmanna, og er ekki gott að sjá, hvernig hann hefur getað komizt að þeirri niðurstöðu, þegar 19 þingmenn höfðu skrifað undir áðurnefnda yfirlýsingu. Hinn tveggja atkvæða munur á fylginu við Skúla Thoroddsen, sem fram kemur í símskeytum þeim, sem get- ið var, verður varla skýrður öðru vísi en sem mismunandi mat á fylg- inu við ráðherraefnin. Enda þótt ekkert frekar hafi verið upplýst um hvað áðrir símuðu konungi nema um það, sem Björn Jónsson símaði honum og vikið verður að á eftir, má þó gera ráð fyrir, að þeir aðilar aðrir, sem þar var um að ræða hafi ekki veitt Skúla stuðn- ing sinn eða mælt með honum, þar sem þeir voru svarnir andstæðing- ar hans. Vonbrigði Skúla Thoroddsens voru mikil, þegar hann missti af ráð- herraembættinu, og áleit hann, eins og áður er sagt, að þingræðisreglan hefði verið brotin, er Kristjáni Jóns- syni var veitt embættið. Skúli hafði sagt á þingi, að konungur hefði með símskeytafyrirspurnum sínum sýnt, að hann hefði haft fullan vilja á að virða þingræðið, og því gat hann ekki skilið, að Kristján Jóns- son skyldí tekinn fram yfir hann. Jón Krabbe, sem var forstöðumað- ur íslenzku stjórnarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn og hafði milli- göngu um símskeytaviðskiptin við konung, segir í endurminningum sínum, að áður en Kristján Jónsson hafi verið - skipaður, hafi Friðrik konungur VIII af mikilli samvizku- semi aflað sér upplýsinga um hina réttu þingræðislegu lausn, og að hann hafi álitið, eftir að hafa íhug- að allar skýrslur, að Kristján Jóns- son, sem var í meiri hluta flokkn- um, yrði að teljast bezt til þess fall- inn að safna um sig meiri hluta, og því hefði konungur skipað Krist- ján, og, bætir Krabbe við, að þetta hefði konungur gert þrátt fyrir við- varanir, sem Björn Jónsson hafi sent bæði beint til konungs og um hendur Jóns Krabbe, en Björn réð konungi til þess að fresta ákvörðun þangað til eftir alþingiskosningar, sem voru framundan. Að öðru leyti skal þetta einkenni- lega og' athyglisverða mál ekki rakið hér frekar, en þess má geta, að ef byggt er á þeim upplýsingum, sem fram komu í umræðunum á Alþingi, þar á meðal hinum tilvitnuðu sím- skeytum, virðist sem fullt eins eðli- legt hefði verið að skipa Skúla Thoroddsen. Af hálfu stjórnarand- stöðunnar, Heimastjórnarmanna, kom annars fram sú skoðun um skipun Kristjáns Jónssonar, að kon- ungur mundi frekar hafa viljað skipa hann, af því að aðstaða hans hafi verið betri í neðri deild en að- staða Skúla þar, því hann hefði þar ekki meiri hluta, og hafi konung- ur því í vali sínu viljað fylgja ströngustu þingræðisreglum. Kemur það heim við framangreind um- mæli Jóns Krabbe. Um vantrauststillöguna á hendur Kristjáni Jónssyni er það annars að segja, að séra Björn Þorláks-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.