Úrval - 01.12.1965, Síða 33
31
RÁÐI1ERRAR OG RÁÐHERRASKIPTl 1904—1917
son á Dvergasteini bar fram svo-
hljóðandi rökstudda dagskrá: „Þing-
deildin telur ekki rétt, að nokkur
sé skipaður í ráðherrasess, ef hann
hefur ekki stuðning meiri hluta
þjóðkjörinna þingmanna, nema ekki
sé annar kostur, svo að í bili þurfi
að skipa mann til að veita umboðs-
málum forstöðu. En í því trausti,
að núverandi ráðherra framfylgi
stjórnarskrárbreytingu á þessu þingi
tekur deildin fyrir næsta mál á
dagskrá.“ Þessi rökstudda dagskrá
var samþykkt með 13 atkvæðum
gegn 12. Þar var þingræðisreglunni
slegið fastri í fyrri liðnum, en seinni
liðurinn verður að skoðast sem
traustsyfirlýsing til Kristjáns Jóns-
sonar. Honum var nú vikið úr
Sj álf stæðisf lokknum.
Þegar Kristján Jónsson lýsti því
yfir á Alþingi, að honum hefði ver-
ið falið ráðherraembættið, tók hann
fram, að hann mundi stuðla að því,
að hagfelld stjórnarskrárbreyting
næði fram að ganga, og yrði þá þing-
ið að sjálfsögðu rofið, en jafnvel
þótt stjórnarskrárbreyting mundi
ekki verða samþykkt, hefði hann þó
allt um það ásett sér að rjúfa þing-
ið. Stjórnarskrárbreyting var nú
samþykkt á þessu þingi og það því
rofið, en kosningar fóru fram hinn
28. október þá um haustið 1911.
Kosningarnar fóru þannig, að
Heimastjórnarmenn komust í meiri
hluta aðstöðu með stuðningi nokk-
urra annarra þingmanna. Bæði af
þessari ástæðu og af því, að Kristj-
áni Jónssyni hafði ekki tekizt að
koma stjórnarskrárbreytingu þeirri,
sem Alþingi 1911 hafði samþykkt,
í gegn á þann hátt sem Alþingi vildi
— hér var um brottfellingu ríkis-
ákvæðisins að ræða — fór Kristján
Jónsson frá í þingbyrjun 1912, en
þing kom saman hinn 15. júlí það
ár. Kristján Jónsson hafði þann-
tíma, sem hann gengdi ráðherra-
embættinu, stuðzt við Heimastjórn-
arflokkinn, en ekki gengið í hann
og var utan flokka.
Á fundi í neðri deild, hinn 23. júlí,
skýrði Kristján Jónsson frá því,
að hann hefði símað konungi lausn-
arbeiðni sína frá ráðherraembætt-
inu, sem konungur hefði nú fallizt
á, jafnframt því, sem hann hefði
beðið hann um að gegna störfum
áfram þar til eftirmaður hans á
ráðherrastóli hefði verið skipaður.
Sams konar tilkynningu gaf ráð-
herrann daginn eftir í efri deild.
í þetta sinn var enginn ágrein-
ingur um það, hver ætti að taka við
ráðherraembættinu. Þar sem Heima-
stjórnarflokkurinn hafði meiri hluta
í þinginu og Hannes Hafstein var
foringi flokksins, kom enginn annar
til greina. Auk þess naut hann
stuðnings nokkurra utanflokks-
manna, er sumir höfðu áður verið í
Sjálfstæðisflokknum, en aðrir sátu
nú á þingi í fyrsta sinn. Hannes
hafði því sterka meirihluta aðstöðu,
er hann tók við embættinu. Hinn 25.
júlí tilkynnti Hannes Hafstein á
fundi í neðri deild, að hann hefði
daginn áður fengið símskeyti frá
konungi um, að hann væri skipaður
ráðherra íslands, og þetta tilkynnti
hann líka samdægurs í efri deild.
Aðalviðfangsefni Hannesar Haf-
stein á þessu seinna ráðherratíma-
bili voru tilraunir hans til þess að