Úrval - 01.12.1965, Side 35

Úrval - 01.12.1965, Side 35
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTl 1904—1917 33 ast að þremur ungum mönnum, sem nú sátu á þingi í fyrsta sinn, en það voru þeir Einar Arnórsson prófessor, Sigurður Eggerz sýslu- maður og Sveinn Björnsson yfir- dómslögmaður. Enginn þingmanna fékk þó við þessar atkvæðagreiðsl- ur fleiri en 5—6 atkvæði. Loks varð að samkomulagi, að sá skyldi til- nefndur, sem flest atkvæði fengi og náði þá Sigurður Eggerz kosningu. í tilkynningu um tilnefningu Sigurð- ar Eggerz var svo til orða tekið, að hún væri frá Sjálfstæðisflokknum og samverkamönnum hans. Lokaatkvæðagreiðslan fór fram 5. júlí og' voru úrslitin strax tilkynnt Hannesi Hafstein, sem símaði kon- ungi málalokin þegar næsta dag. Bæði vegna fjarveru konungs og erfiðleika á skipaferðum, en Sigurð- ur Eggerz var kvaddur á konungs- fund, var hann ekki skipaður ráð- herra fyrr en hinn 21. júlí og var þá Hannesi Hafstein jafnframt veitt lausn frá embætti. í stjórnarskrárfrumvarpinu, sem Alþingi hafði samþykkt 1913, hafði verið fellt niður ákvæði stjórnar- skipunarlaganna 3. október 1903 um uppburð laga og mikilvægra stjórn- arráðstafana í ríkisráði, en hins veg- ar var konungi falið í frumvarpinu að ákveða hvar málin skyldu borin upp. Var þetta í samræmi við fyrri umræður og samþykktir Alþingis næstu árin á undan. Umræður höfðu farið fram um þetta mál á ríkisráðsfundi hinn 20. október 1913, og hafði forsætisráð- herra Dana tekið þátt í þeim. Þess- ar umræður leiddu til þess, að kon- ungur gaf út opið bréf þennan sama dag, þar sem tekið var fram, að ef stjórnarskrárfrumvarpið yrði sam- þykkt aftur óbreytt á næsta þingi (kosningar áttu þá að fara fram í millitíð), mundi hann staðfesta það, en jafnframt mundi hann ákveða í eitt skipti fyrir öll, að málin skyldu, eins og áður, borin upp í ríkisráðinu. Yrði að gefa út um það sérstakan konungsúrskurð, og honum yrði ekki breytt nema staðfest yrðu lög um ríkisréttarsamband Danmerk- ur og íslands, samþykkt bæði af ríkisþinginu og Alþingi, þar en ný skipan yrði á gerð. Þegar hið nýkosna Alþingi sam- þykkti nú á ný stjórnarskrárfrum- varp sumarið 1914, var af þess hálfu samþykkt þingsályktunartil- laga, þar sem gerður var íyrirvari um skilning Alþingis á hinum vænt- anlega konungsúrskurði um upp- burð hinna íslenzku mála í ríkis- ráðinu, og var tilgangurinn sá, að koma í veg fyrir, að ríkisþing Dana og dönsk stjórnarvöld gætu haft nokkra íhlutun um afgreiðslu mál- efna, sem íslendingar töldu og höðfu alltaf tahð sérmál landsins. Sigurður Eggerz bar stjórnar- skrána fram til staðfestingar á rík- isráðsfundi 30. nóvember 1914, og tók fyrirvara Alþingis jafnframt upp í staðfestingartillögu sína og urðu um málið miklar umræður, sem síðan voru birtar orðrétt í Lög- birtingarblaðinu og öðrum íslenzk- um blöðum. Konungur lýs’ti því yfir, að eins og hinu stjórnskipulega sam- bandi milli landanna væri háttað, væri flutningur íslenzkra laga og mikilvægra stjórnarathafna í rík- isráðinu hans eina trygging fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.