Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 35
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTl 1904—1917
33
ast að þremur ungum mönnum,
sem nú sátu á þingi í fyrsta sinn,
en það voru þeir Einar Arnórsson
prófessor, Sigurður Eggerz sýslu-
maður og Sveinn Björnsson yfir-
dómslögmaður. Enginn þingmanna
fékk þó við þessar atkvæðagreiðsl-
ur fleiri en 5—6 atkvæði. Loks varð
að samkomulagi, að sá skyldi til-
nefndur, sem flest atkvæði fengi og
náði þá Sigurður Eggerz kosningu.
í tilkynningu um tilnefningu Sigurð-
ar Eggerz var svo til orða tekið, að
hún væri frá Sjálfstæðisflokknum
og samverkamönnum hans.
Lokaatkvæðagreiðslan fór fram 5.
júlí og' voru úrslitin strax tilkynnt
Hannesi Hafstein, sem símaði kon-
ungi málalokin þegar næsta dag.
Bæði vegna fjarveru konungs og
erfiðleika á skipaferðum, en Sigurð-
ur Eggerz var kvaddur á konungs-
fund, var hann ekki skipaður ráð-
herra fyrr en hinn 21. júlí og var
þá Hannesi Hafstein jafnframt veitt
lausn frá embætti.
í stjórnarskrárfrumvarpinu, sem
Alþingi hafði samþykkt 1913, hafði
verið fellt niður ákvæði stjórnar-
skipunarlaganna 3. október 1903 um
uppburð laga og mikilvægra stjórn-
arráðstafana í ríkisráði, en hins veg-
ar var konungi falið í frumvarpinu
að ákveða hvar málin skyldu borin
upp. Var þetta í samræmi við fyrri
umræður og samþykktir Alþingis
næstu árin á undan.
Umræður höfðu farið fram um
þetta mál á ríkisráðsfundi hinn 20.
október 1913, og hafði forsætisráð-
herra Dana tekið þátt í þeim. Þess-
ar umræður leiddu til þess, að kon-
ungur gaf út opið bréf þennan sama
dag, þar sem tekið var fram, að ef
stjórnarskrárfrumvarpið yrði sam-
þykkt aftur óbreytt á næsta þingi
(kosningar áttu þá að fara fram í
millitíð), mundi hann staðfesta það,
en jafnframt mundi hann ákveða
í eitt skipti fyrir öll, að málin skyldu,
eins og áður, borin upp í ríkisráðinu.
Yrði að gefa út um það sérstakan
konungsúrskurð, og honum yrði
ekki breytt nema staðfest yrðu lög
um ríkisréttarsamband Danmerk-
ur og íslands, samþykkt bæði af
ríkisþinginu og Alþingi, þar en ný
skipan yrði á gerð.
Þegar hið nýkosna Alþingi sam-
þykkti nú á ný stjórnarskrárfrum-
varp sumarið 1914, var af þess
hálfu samþykkt þingsályktunartil-
laga, þar sem gerður var íyrirvari
um skilning Alþingis á hinum vænt-
anlega konungsúrskurði um upp-
burð hinna íslenzku mála í ríkis-
ráðinu, og var tilgangurinn sá, að
koma í veg fyrir, að ríkisþing Dana
og dönsk stjórnarvöld gætu haft
nokkra íhlutun um afgreiðslu mál-
efna, sem íslendingar töldu og höðfu
alltaf tahð sérmál landsins.
Sigurður Eggerz bar stjórnar-
skrána fram til staðfestingar á rík-
isráðsfundi 30. nóvember 1914, og
tók fyrirvara Alþingis jafnframt upp
í staðfestingartillögu sína og urðu
um málið miklar umræður, sem
síðan voru birtar orðrétt í Lög-
birtingarblaðinu og öðrum íslenzk-
um blöðum. Konungur lýs’ti því yfir,
að eins og hinu stjórnskipulega sam-
bandi milli landanna væri háttað,
væri flutningur íslenzkra laga og
mikilvægra stjórnarathafna í rík-
isráðinu hans eina trygging fyrir