Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 38
36
URVAL
kom fyrst fram á Alþingi 1909. Þá
var í sambandi við sambandslaga-
málið lagt fram frumvarp til stjórn-
arskipunarlaga og segir þar í 7. gr.:
„Með lögum má ákveða, að ráð-
herrar skuli vera fleiri en einn.
Nú er ráðherrum fjölgað, og skipt-
ir konungur þá störfum með þeim.
Einn þeirra kveður hann til forsæt-
is, og stýrir hann ráðherrastefn-
um.“ Hér var því um heimild að
ræða til þess að fjölga ráðherrum,
ef á þyrfti að halda. í athugasemd-
unum við frumvarpið segir, að það
hljóti að koma betur og betur í
ljós, eftir því sem umbætur eru
reyndar og framkvæmdar í þeim
margvíslegu greinum, er þess þurfa
við, að það sé mjög undir hælinn
lagt, að einn maður geti gengt ráð-
herrastörfum fullnægjandi, ekki svo
mjög vegna þess, hve störfin séu
mikil, heldur vegna þess, hve þau
séu fjölbreytt og hvert öðru óskyld.
Yrði ráðherrum fjölgað, var eigi
talin þörf á því að halda ákvæðinu
um að landritari komi í stað ráð-
herra, ef hann deyr, því þá má gera
ráð fyrir, að jafnan sé til maður,
er beri ábyrgð á stjórnarathöfn-
inni. í frumvarpið var því jafnframt
sett ákvæði, er heimilaði að leggja
landritaraembættið niður. Frum-
varpið var ekki útrætt á þinginu,
en í nefndaráliti segir, að þar sem
ekki hafi unnizt tími til þess að
athuga málið, en að hins vegar sé
æskilegt að koma fram breytingum
á ýmsum ákvæðum stjórnarskrár-
innar, þ. á m. að heimila að fjölga
ráðherrum, þá sé skorað á stjórn-
ina að leggj a fyrir næsta þing frum-
varp til stjórnskipunarlaga um
breytingar á stjórnarskránni. Var
síðan samþykkt þingsályktunartil-
laga hér að lútandi.
í stjórnarskrárfrumvörpum þeim,
sem lögð voru fram á Alþingi næstu
árin, var yfirleitt gert ráð fyrir
fjölgun ráðherranna, og áttu þeir
þá ýmist að vera tveir eða þrír, en
í þeim stjórnarskipunarlögum, sem
endanlega voru samþykkt og síðan
staðfest 1915, eins og áður er nefnt,
var hins vegar ákveðið, að breyta
mætti tölu ráðherra með einföldum
lögum og yrði það gert, skyldi land-
ritaraembættið jafnframt lagt nið-
ur.
Á næsta ári, haustið 1916, fóru
fram nýjar kosningar til Alþingis
eins og að framan getur, meðal
annars vegna hinna miklu breyt-
inga, sem orðið höfðu á ákvæðum
stjórnarskrárinnar um Alþingis-
kosningar.
Samkvæmt hinum nýju ákvæðum
voru landskjörnir þingmenn kosn-
ir í stað hinna konungskjörnu þing-
manna, og tala kjósenda hafði auk-
izt vegna rýmkunar á kosninga-
skilyrðunum. Konur kusu nú t. d.
í fyrsta sinn til Alþingis.
Flokkaskiptingin hafði nú enn
breytzt og voru flokkarnir fjórir.
Má þar fyrst nefna Heimastj órnar-
flokkinn, síðan hin tvö flokksbrot
Sjálfstæðisflokksins, langsum og
þversum. Þetta voru gömlu flokk-
arnir. Fyrir hafði verið á Alþingi
flokkur óháðra bænda, eins og get-
ið hefur verið. Hann tók nú saman
við annan bændaflokk, sem boðið
hafði fram til þings og fengið nokkra
þingmenn kosna. Þetta var upphaf
Framsóknarflokksins, sem nú kom