Úrval - 01.12.1965, Page 39

Úrval - 01.12.1965, Page 39
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTI 1904—1917 37 fram á þinginu í fyrsta sinn undir þessu flokksnafni. Auk þess má segja, að til hafi orðið við þessar kosningar vísir að Alþýðuflokknum, sem kom einum manni við kosning- arnar, að hann gekk raunar í banda- lag við Framsóknarflokkinn. Hér var því í fyrsta sinn á áþreyfan- legan hátt vart flokka, sem byggðu á stéttarhagsmunum. Þegar fullvíst var orðið um á- rangurinn af kosningunum, reyndist ráðherrann næsta fylgislítill og auk þess hafði enginn einn af flokkun- um bolmagn til stjórnarmyndunar. Enn var þess að gæta, að heimsstyrj- öldin, sem nú var búin að standa yfir í rúm tvö ár, var alltaf að harðna. Erfiðleikar um aðdrætti á nauðsynjavörum fóru sífellt vax- andi og sama gilti um afurðasöluna. Af þessum ástæðum fyrst og fremst, sem nú voru nefndar, hófust um- ræður um það milli aðalflokkanna að nota heimildina í stjórnarskránni frá 19. júní 1915 um fjölgun ráð- herra og stofna þriggja ráðherra stjórn með ráðherrum frá Heima- stjórnarflokknum, þversum mönn- um Sjálfstæðisflokksins og hinum nýja Framsóknarflokki. Alþingi var stefnt saman til auka- fundar hinn 11. desember 1916. Strax á fyrsta degi þingsins tilkynnti ráð- herrann, Einar Arnórsson, að hann mundi bráðlega biðjast lausnar og han vildi láta þess getið nú þeg- ar, til þess að þingmenn gætu hið bráðasta gert ráðstafanir til skip- unar nýrrar stjórnar. Samningsum- leitanir um þriggja ráðherra stjórn stóðu yfir í hálfan mánuð. Fylgi flokkanna var þannig, að Heima- stjórnarflokkurinn taldist hafa 15 þingmenn, þversum flokkurinn 12 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 11 þingmenn, en langsum flokkur- inn ekki nema 2 þingmenn og var ráðherrann annar þeirra. A milli jóla og nýárs hafði tekizt að ná samkomulagi um samstarf á þeim grundvelli, sem áður er getið, svo og um það, hverjir skyldu taka sæti í hinni nýju ríkisstjórn. For- sætisráðherrann skyldi vera úr Heimastjórnarflokknum, sem mátti teljast eðlilegt, þar sem hann var stær^ti flokkurinn. Forustumaður floksins var Jón Magnússon bæjar- fógeti, og átti hann að vera forsætis- ráðherra hinnar nýju stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði raunar líka gert tilkall til þess, að for- sætisráðherrann yrði valinn úr sínum flokki, en fékk því ekki fram- gengt. Af flokksins hálfu var um tvo menn að ræða í stjórnina. Voru það þeir Sigurður Eggerz sýslu- maður og Björn Kristjánsson banka- stjóri, og skiptist fylgi þingmanna flokksins jafnt á milli þeirra. Þegar flokkurinn ekki gat leyst málið, varð samkomulag um að láta Jón Magnússon ákveða, hvor þessarra manna skyldi fa’ra í stjórnina, og varð þá Björn Kristjánsson fyrir valinu. Innan Framsóknarflokks- ins mun Ólafur Briem bóndi á Álf- geirsvöllum hafa átt mestu fylgi að fagna, en hann baðst undan því að taka sæti í ríkisstjórninni, og varð þá fyrir valinu Sigurður Jóns- son bóndi á Yztafelli. Þegar búið var að ná samkomu- lagi um stjórnarmyndunina og ráð- herrana, var hinn 27. desember
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.