Úrval - 01.12.1965, Síða 39
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTI 1904—1917
37
fram á þinginu í fyrsta sinn undir
þessu flokksnafni. Auk þess má
segja, að til hafi orðið við þessar
kosningar vísir að Alþýðuflokknum,
sem kom einum manni við kosning-
arnar, að hann gekk raunar í banda-
lag við Framsóknarflokkinn. Hér
var því í fyrsta sinn á áþreyfan-
legan hátt vart flokka, sem byggðu
á stéttarhagsmunum.
Þegar fullvíst var orðið um á-
rangurinn af kosningunum, reyndist
ráðherrann næsta fylgislítill og auk
þess hafði enginn einn af flokkun-
um bolmagn til stjórnarmyndunar.
Enn var þess að gæta, að heimsstyrj-
öldin, sem nú var búin að standa
yfir í rúm tvö ár, var alltaf að
harðna. Erfiðleikar um aðdrætti á
nauðsynjavörum fóru sífellt vax-
andi og sama gilti um afurðasöluna.
Af þessum ástæðum fyrst og fremst,
sem nú voru nefndar, hófust um-
ræður um það milli aðalflokkanna
að nota heimildina í stjórnarskránni
frá 19. júní 1915 um fjölgun ráð-
herra og stofna þriggja ráðherra
stjórn með ráðherrum frá Heima-
stjórnarflokknum, þversum mönn-
um Sjálfstæðisflokksins og hinum
nýja Framsóknarflokki.
Alþingi var stefnt saman til auka-
fundar hinn 11. desember 1916. Strax
á fyrsta degi þingsins tilkynnti ráð-
herrann, Einar Arnórsson, að hann
mundi bráðlega biðjast lausnar
og han vildi láta þess getið nú þeg-
ar, til þess að þingmenn gætu hið
bráðasta gert ráðstafanir til skip-
unar nýrrar stjórnar. Samningsum-
leitanir um þriggja ráðherra stjórn
stóðu yfir í hálfan mánuð. Fylgi
flokkanna var þannig, að Heima-
stjórnarflokkurinn taldist hafa 15
þingmenn, þversum flokkurinn 12
þingmenn, Framsóknarflokkurinn
11 þingmenn, en langsum flokkur-
inn ekki nema 2 þingmenn og var
ráðherrann annar þeirra. A milli
jóla og nýárs hafði tekizt að ná
samkomulagi um samstarf á þeim
grundvelli, sem áður er getið, svo
og um það, hverjir skyldu taka
sæti í hinni nýju ríkisstjórn. For-
sætisráðherrann skyldi vera úr
Heimastjórnarflokknum, sem mátti
teljast eðlilegt, þar sem hann var
stær^ti flokkurinn. Forustumaður
floksins var Jón Magnússon bæjar-
fógeti, og átti hann að vera forsætis-
ráðherra hinnar nýju stjórnar.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði raunar
líka gert tilkall til þess, að for-
sætisráðherrann yrði valinn úr
sínum flokki, en fékk því ekki fram-
gengt. Af flokksins hálfu var um
tvo menn að ræða í stjórnina. Voru
það þeir Sigurður Eggerz sýslu-
maður og Björn Kristjánsson banka-
stjóri, og skiptist fylgi þingmanna
flokksins jafnt á milli þeirra. Þegar
flokkurinn ekki gat leyst málið,
varð samkomulag um að láta Jón
Magnússon ákveða, hvor þessarra
manna skyldi fa’ra í stjórnina, og
varð þá Björn Kristjánsson fyrir
valinu. Innan Framsóknarflokks-
ins mun Ólafur Briem bóndi á Álf-
geirsvöllum hafa átt mestu fylgi
að fagna, en hann baðst undan því
að taka sæti í ríkisstjórninni, og
varð þá fyrir valinu Sigurður Jóns-
son bóndi á Yztafelli.
Þegar búið var að ná samkomu-
lagi um stjórnarmyndunina og ráð-
herrana, var hinn 27. desember