Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 50

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 50
48 ÚRVAL hátt, hafði Shaw mikil áhrif á þró- un sögulegra leikrita og ævisagna- ritun. Á árunum 1897—1903 tók Shaw mikinn þátt í félagslífi róttækra sósíalista og var kosinn bæjarráðs- maður í St. Pancrashverfinu í Lon- don. Stjórnmáladeilur hans og hin nýstárlegu leikrit urðu þess vald- andi, að hann varð brátt víðkunn- ur um allt England. Leikrit hans urðu líka vinsæl í Þýzkalandi, því að áróðurinn fyrir þjóðfélagsum- bótum, sem einkenndi öll verk hans, féll ekki síður í góðan jarðveg hjá Þjóðverjum en Englendingum. En það var þó ekki fyrr en á ár- unum 1904—1907, þegar farið var að sýna leikrit Shaws í Courtleik- húsinu í London, að hann var endan- lega viðurkenndur sem leikrita- skáld. Á þessum árum voru frum- sýnd mörg ný leikrit eftir hann, svo sem Maður og ofurmenni og Barbara majór, og eldri leikrit voru tekin aftur til sýningar. Milli leikhússtjóranna í London ríkti hörð keppni um hvert ein- asta leikrit Shaws.Pygmalion og Fyrsti leikur Fanneyjar hlutu met- aðsókn. Shaw krafðist þess að hafa á hendi leikstjórn, þegar hann gat komið því við, en ef aðrir settu leik- rit hans á svið, lagði han blátt bann við öllum breytingum og stytting- um. Það kom í ljós, að hann var „bisnissmaður" fram í fingurgóma. Það fé, sem honum græddist á þess- um árum, varð undirstaða þess mikla auðs, sem hann lét eftir sig við andlát sitt og talinn var nema um 60 milljónum króna. Þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, sakaði hann Breta um að þeir bæru ábyrgð á henni og varð hann af þessum sökum óvinsæll um tíma, en þegar stríðið tók að dragast á laginn og varð æ þungbærara, fóru menn að viðurkenna, að hann hefði haft nokkuð til síns máls. Á stríðsárunum samdi Shaw nokk- ur leikrit, þar á meðal Back to Methusaleh, sem var einskonar erfðaskrá hans til mannkynsins. Frægasta leikrit Shaws er þó Heilög Jóhanna, sem var frumsýnt árið 1924. Allt sem hann sagði eða gerði eftir frumsýningu þessa leik- rits, vakti virðingu eða jafnvel lotn- ingu; svo mjög jók það á frægð hans. Heimsblöðin skýrðu frá hverju orði hans og athöfn eins og han væri kvikmyndastjarna. Sumir hafa hald- ið því fram, að þessi mikla dýrkun og dekur hafi ekki haft nein áhrif á Shaw, en aðrir eru þeirrar skoð- unar, að það hafi skapað hjá honum tilhneigingu . til sýndarmennsku. Hann hafði alla tíð verið sérgóður og eigingjarn; hann hikaði aldrei við að láta fyndni sína flakka, þó að hann hefði getað náð sama árangri með mildara orðalagi, sem engan særði. Samt sem áður hafði almenningur gaman af stóryrðum hans og grobbi og mestu hneykslun- um hans var tekið með kátínu. Shaw hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1925 og er talið að leik- ritið Heilög Jóhanna hafi ráðið þar úrslitum. Um svipað leyti bauð brezka stjórnin honum aðalstign, en hann hafnaði þeim heiðri. Einnig stóð til að sæma hann einu æðsta heiðursmerki Breta, en hann af- þakkaði það með þeim ummælum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.