Úrval - 01.12.1965, Page 51
GEÖRG BERNARD SHAW
49
aS slík orðuveiting væri óþörf, þar
sem hann hefði sjálfur sæmt sig
þessu heiðursmerki.
Það liggur fleira eftir Shaw en
skáldsögur og leikrit. Formálarnir,
sem hann skrifaði fyrir prentuðum
útgáfum leikritanna, eru ekki síð~
ur frægir en leikritin sjálf, en auk
þess samdi hann mörg önnur rit og
er eitt þekktasta þeirra Ævintýri
blökkustúlku í leit hennar aö guöi.
Shaw varð nítíu og fjögurra ára
gamall og naut virðingar til hinztu
stundar fyrir bókmenntaafrek sitt.
Hann var mjög umdeildur í lifanda
lífi, og hann brá ekki þeim vana
sínum að sjá meðbræðrum sínum
fyrir deiluefni, þó hann væri sjálf-
ur horfinn úr þessum heimi. Hann
mælti sem sé svo fyrir í erfðaskrá
sinni, að meginhluta auðæfa hans
skildi varið til þess að finna upp
fjörutíu og tveggja bókstafa staf-
róf, sem næði yfir öll hljóð í ensku
talmáli, þannig að sérhvert hljóð
væri táknað með einum bókstaf
aðeins en allir samhljóðar hyrfu.
Sérfræðingar í málfræði og hljóð-
fræði hafa haft nóg að g'era síðasta
áratuginn við að reyna að finna
lausn á þessu vandamáli og verða
þannig við síðustu ósk Shaws gamla.
En starf þeirra hefur engan árangur
borið enn sem komið er og senni-
lega verður hugmyndin um nýja
stafrófið aldrei að veruleika.
„Paradísarmissir" eftir Milton er lengsta kvæði enslcrar tungu, i>.
e.a.s. af þeim kvæðum, sem út hafa verið gefin, eða 10,565 línur. En
„Hið heilaga stríð“, saga krossferðanna, er lengsta kvæði, sem ort
hefur verið á enskri tungu, eða 68,000 línur. Það tók Robert Barrett
3 ár að Ijúka því. Ekki var hægt að fá neinn útgefanda til þess að
t gefa það út, en Það er enn til í handriti. ReveiUe
Flest óskum við okkur hluta, sem við eigum ekki, en hvers annars
gæti maður óskað sér?
Konan veit ekkl, hvers hún er megnug, fyrr en hún grípur til tár-
anna, sagði kaldhæðinn náungi eitt sinn.
Þegar karlmaður þarf að sjá fyrir tveim eiginkonum nú á dögum,
þarf slíkt ekki endilega að merkja, að hann sé fjölkvænismaður. Hann
á 'bara son, sem giftist.
Erlendir gestir ættu að gefa sér nægan tíma til Þess að sjá England
i raun og veru, en halda sig ekki eingöngu við frægustu staðina. Látum
þá taka bíl á leigu og taka sér stöðu í biðröðinni á þjóðvegunum.
English Digest