Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
ust ferðamenn flestir til þess að
„snúa“ eins og það var kallað, en
væri mikill straumur í ósnum og
vindur samfara, var naumast að
þrír hnikuðu sveifinni. Kom þá Ós-
mann og mælti: „Halló piltar! Þið
hafið ekki lag á þessu.“ Tók þá við
og „sneri“ annarri hendi án þess
að neinna átaka yrði vart.
Málkækir Jóns Ósmanns voru
sérlegir, enda hendir á lofti jafnan
og hafðir að gamanmálum. Þó var
slíkt ætíð græskulaust. Öllum, sem
honum kynntust, þótti vænt um
þetta barnslundaða heljarmenni, er
allsstaðar kom fram til gagns og
gleði.
Þessi voru orðatiltæki hans m.a.
„Jesús góður guðs sonur, það er
fjallgrimm vissa“ o. fl. Brennivín
kallaði hann „skudda"; og miklir
„skuddadrengir“ þótti honum þeir,
sem áfengi þoldu vel. Þegar Jón
reri á sjó hvaðst hann róa á „þykk-
ildinu.“
Eitt sinn kom hópur langferða-
manna ríðandi að ósnum vestan
Borgarsand. Mikil ygla var í ósnum
og gekk yfir hlerann, sem lá á ská
upp í fjörumálið. Með lagni varð
hestunum komið út í ferjuna, svo
og flestu ferðafólkinu, nema frú
einni afar stórri og feitri, sem ekki
þorði að ganga skáborðið, hvernig
sem að var farið. Ferjumaður var
tepptur við ferjuna. Átti hann fullt
í fangi með að halda henni að mar-
bakkanum í brimsogunum, og hvatti
hann ferðafólkið til að hraða sér
heldur. En er hann sá hina ótta-
slegnu, ægifeitu hefðarfrú hika sí-
fellt uppi á sandinum og ekki þora
einu sinni að láta leiða sig ;út í hina
velltandi fleytu, snaraðist Ósmann
eldhratt upp úr ferjunni, þreif
frúna í fang sér eins og ekkert væri
og vatt sér um borð með hana um
leið og hann sagði: „Halló Jesús
guðssonur! Ósmann hefir tekið á
þykkildinu fyrr.“
Eitt sinn er Jón var staddur heima
á Hólum í Hjaltadal í hópi aðkomu-
manna, var það aflraun hraustra
drengja að taka dómkirkjuhurðina
af hjörum og láta aftur á króka,
án þess að hún snerti jörð. Hurðin
var ærið þung og járnslegin, enda
þetta einungis á færi hraustustu
manna. Jón var þá unglingur milli
fermingar og tvítugs, en vildi samt
freista leiksins. Þreif hann hið mikla
hurðarbákn, bar það léttilega um-
hverfis kirkjuna í hálfbeinum örm-
um og krækti síðan á hjarir án þess
að taka nærri sér.
Engum manni var það fjær en
honum að halda á lofti afli sínu
né afrekum.
Ásamt sjómennskunni hafði Jón
snemma vanizt við selveiði í ósnum.
Skaut hann þá og hafði til þess
framhlaðning firna mikinn og þung-
an. Er vopn það nú á byggðasafni
Skagfirðinga í Glaumbæ „og munu
fáir bera mega“ eins og sagt var
um öxi Skarphéðins. Eitt sinn skaut
Jón á geysistóran útsel á skeri þar
innan við nestána. Lá selurinn við
skotið dauður eða rotaður. Óð nú
Jón út í skerið og hugðist draga
ferlíki þetta í land. Raknaði þá
brimillinn úr rotinu, reis á aftur-
hreyfana og réðst á Jón. læsti hann
kjaftinum framan í brjóst honum
eins og tennur tóku. Jón bar þykkan
ullartrefil um hálsinn og vöðlaðist