Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 56

Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 56
54 ÚRVAL ust ferðamenn flestir til þess að „snúa“ eins og það var kallað, en væri mikill straumur í ósnum og vindur samfara, var naumast að þrír hnikuðu sveifinni. Kom þá Ós- mann og mælti: „Halló piltar! Þið hafið ekki lag á þessu.“ Tók þá við og „sneri“ annarri hendi án þess að neinna átaka yrði vart. Málkækir Jóns Ósmanns voru sérlegir, enda hendir á lofti jafnan og hafðir að gamanmálum. Þó var slíkt ætíð græskulaust. Öllum, sem honum kynntust, þótti vænt um þetta barnslundaða heljarmenni, er allsstaðar kom fram til gagns og gleði. Þessi voru orðatiltæki hans m.a. „Jesús góður guðs sonur, það er fjallgrimm vissa“ o. fl. Brennivín kallaði hann „skudda"; og miklir „skuddadrengir“ þótti honum þeir, sem áfengi þoldu vel. Þegar Jón reri á sjó hvaðst hann róa á „þykk- ildinu.“ Eitt sinn kom hópur langferða- manna ríðandi að ósnum vestan Borgarsand. Mikil ygla var í ósnum og gekk yfir hlerann, sem lá á ská upp í fjörumálið. Með lagni varð hestunum komið út í ferjuna, svo og flestu ferðafólkinu, nema frú einni afar stórri og feitri, sem ekki þorði að ganga skáborðið, hvernig sem að var farið. Ferjumaður var tepptur við ferjuna. Átti hann fullt í fangi með að halda henni að mar- bakkanum í brimsogunum, og hvatti hann ferðafólkið til að hraða sér heldur. En er hann sá hina ótta- slegnu, ægifeitu hefðarfrú hika sí- fellt uppi á sandinum og ekki þora einu sinni að láta leiða sig ;út í hina velltandi fleytu, snaraðist Ósmann eldhratt upp úr ferjunni, þreif frúna í fang sér eins og ekkert væri og vatt sér um borð með hana um leið og hann sagði: „Halló Jesús guðssonur! Ósmann hefir tekið á þykkildinu fyrr.“ Eitt sinn er Jón var staddur heima á Hólum í Hjaltadal í hópi aðkomu- manna, var það aflraun hraustra drengja að taka dómkirkjuhurðina af hjörum og láta aftur á króka, án þess að hún snerti jörð. Hurðin var ærið þung og járnslegin, enda þetta einungis á færi hraustustu manna. Jón var þá unglingur milli fermingar og tvítugs, en vildi samt freista leiksins. Þreif hann hið mikla hurðarbákn, bar það léttilega um- hverfis kirkjuna í hálfbeinum örm- um og krækti síðan á hjarir án þess að taka nærri sér. Engum manni var það fjær en honum að halda á lofti afli sínu né afrekum. Ásamt sjómennskunni hafði Jón snemma vanizt við selveiði í ósnum. Skaut hann þá og hafði til þess framhlaðning firna mikinn og þung- an. Er vopn það nú á byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ „og munu fáir bera mega“ eins og sagt var um öxi Skarphéðins. Eitt sinn skaut Jón á geysistóran útsel á skeri þar innan við nestána. Lá selurinn við skotið dauður eða rotaður. Óð nú Jón út í skerið og hugðist draga ferlíki þetta í land. Raknaði þá brimillinn úr rotinu, reis á aftur- hreyfana og réðst á Jón. læsti hann kjaftinum framan í brjóst honum eins og tennur tóku. Jón bar þykkan ullartrefil um hálsinn og vöðlaðist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.