Úrval - 01.12.1965, Síða 57

Úrval - 01.12.1965, Síða 57
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 55 hann upp í gin selsins, en Jón tók „kobba“ hryggspennu báðum hönd- um. Hafði selurinn rotazt við skotið, en raknað við. Skerið var flugsleipt og ultu báðir út af því í sjóinn. „Þegar okkur skaut upp,“ sagði Jón, þá er um þennan atburð var rætt, „sló ég hann í hausinn, og þá sló ég fast.“ bætti hann við. Hafa það engar ýkjur verið, því selinn dauðrotaði Ósmann með hnefanum. Þótt Jón væri hverjum manni vinsælli, kom eitt sinn fyrir, að ná- granna hans og honum sinnaðist nokkuð, og hélzt það um tíma. Með- an svo stóð, sá hann einn dag hvar maður kom ríðandi vestan sandinn, og bjóst Jón að sækja hann á ferju sinni. Þá er gestur kom nær, þekkti ferjumaður, að þar fór sá, er móðg- ast hafði við Jón. Var sýnilegt að hann var allmikið drukkinn. Þeg- ar ferðamaður þessi kom að ósnum, keyrði hann hestinn hiklaust út í og á hroka sund. Þá er hestur og maður komu úr fyrsta kafinu, greip klárinn sundið austur um ósinn. Kvika var nokkur og reyndist sund- ið allerfitt reiðskjótanum, þótt stólpagripur væri. Þó var það verst og hættulegast, að hinn ölvaði mað- ur tók að kippa í taumana, en við það seig hesturinn í kaf hvað eftir annað. Þá er maður og hestur steyptust í ósinn, snaraðist Jón eldhratt upp úr ferjunni, hljóp að pramma,.sem á sandinum lá, hratt fram og sett- ist undir árar. Þótti heldur knálega tekinn róðurinn þangað, sem hestur og maður svámu í hálfu kafi. Um leið og pramminn renndi að þeim, þreif Jón eldsnöggu taki í hinn sökkvandi mann og svipti honum leifturhratt inn í bátinn. Lá hann þar sem dauður væri. Því næst gat Jón gripið í beislistaumana og smeygt upp á annann tollann. Reri síðan til lands með klárinn í togi. Þessa sögu sagði mér frændi minn, Eiríkur Magnússon, er varð sjónar- vottur að atburðinum, er varð hon- um ógleymanlegur. Jón Ósmann var hagorður nokk- uð, sem fyrr er sagt. Þessa vísu kvað hann eitt sinn um sjálfan sig og ferjuna austur um ósinn. Breiðum sandi Borgar frá bráðum landi fer að ná. Furðustrandir finnna má fyrir handan ósinn blá. Ofan við dyrnar á byrginu hafði hann sett sjórekna fjöl úr skipi, ef ég man rétt. Á henni stóð náfn skipsins og var það Emanúel. Sjálfsagt hefir Jón fundið til þess, að „Esa svo gótt sem gótt kveða öl alda sonum.“ Aðra stöku yrkir hann um sjálf- an sig og starf sitt við sveifarás ferjunnar: Fjallgrimm vissa á Furðu- ströndum, fær sér skudda og snýr. Ósmann leikur lúnum höndum, lán og gæfa rýr. Skudda nefndi hann brennivín, sumir segja eftir kút, sem var í byrginu og sjaldnast með öllu tóm- ur. Það var um alllangt skeið venja að hafa útræði við Drangey. Var þaðan stutt á fiskimið. Hófst sú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.