Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 58

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 58
56 ÚRVAL vertíð á því, að sjómenn reistu sér grjótbyrgi í fjörunni á einum stað undir björgum. Eitt skipti reru þeir saman m.a. Jón og Jóhann bóndi í Stóru-Gröf á Langholti. Jóhann var risi að vexti og talinn afarmenni til burða og fann nokkuð til sín. Gengu þeir að byrgishleðslunni ásamt öðrum og skyldu bera að grjót á handbörum. Þóttu þeir ærið stórtækir. Jóhann var kappsmaður mikill og vildi gjarnan að það sæist, að ekki skyldi sinn hlutur eftir liggja. Ósmann dró heldur úr, að þungt væri borið og vildi að þeir gættu þar hófs jafnan. Þótti Jóhanni sem til sín væri talað eins og smá- drengs og þykktist við. Ruddi hann heljarbjargi á börurnar, og blöskr- aði flestum, er á horfðu. Ósmann var hinn hægasti og réð heldur frá að færast það í fang, sem fyrir lá að bera bjargið. Varð Jóhann reið- ur og rykkti upp börukj álkunum sín megin. Tók nú hvor undir sinn enda. Um leið og þeir rétta sig upp með börurnar, kallar Jón: „Halló Jesús guðssonur! Þetta er allt of þungt fyrir þig, Jóhann minn.“ „Helvíti þykir mér það hart,“ svaraði hann á móti. Er þeir höfðu stigið fáein skref, mælti Jón á ný: „Láttu börurnar niður, svo við meið- um okkur ekki, Jóhann minn.“ Ekki sinnti Jóhann því. Rölti þá Jón af stað og á undan þangað, sem byrgið átti að standa og nam ekki staðar á leiðinni. En er þar kom og Jón vildi hella af börunum, sást Jóhann ekki og ekki heldur bjargið. Varð þá Jóni að orði, er hann sá aftari kjálkana dragast við jörðu: „Jesús guðssonur! Jóhann er far- inn og steinninn líka.“ Einn meðal margra kunningja Jóns Ósmanns var séra Hallgrímur Thorlacius í Glaumbæ. Hann var stór myndar maður og talinn þrek- menni mikið. Mun honum sem fleir- um hafa þótt skuddi nothæfur drykkur. Og þá var gott að heim- sækja bóndann að Furðuströndum — og glettast við hann. Svo var það eitt sinn, er þeir voru þar staddir, að Hallgrímur segir: „Heyrðu Jón! Það er leið- inlegt að jafn sterkur maður og þú ert, skulir ekki kunna neinar íþróttir. Á ég ekki að kenna þér íslenzka glímu?“ Jón tók því vel; glímdu þeir um stund í sandinum og féll Ósmann auðveldlega fyrir presti. Þá er Jóni þótti hæfa að ljúka æíingunni, mælti hann með hægð: „Ég held að þetta bragð sé ekki alveg rétt.“ Um leið lagði hann það á klerkinn, og lá prestur á augabragði. Hann stóð upp í skyndi; snaraðist að hesti sínum, er þar var rétt hjá, vatt sér á bak og kallaði um leið til Ósmanns: Ertu að gera narr að mér, helv. þitt?“ Jón ansaði því engu, en sagði mæðulega eins og við sjálfan sig: „Jesús góður, guðs- sonur, að ég skyldi gera þetta.“ Annað skipti var það, er Jón Ós- mann átti hvíldarstund og hallaði sér út af á rúmbálki sínum. Heyrir hann þá, að riðið er heim að byrg- inu og síðan brölt upp á þekjuna. Því næst verður hann þess var, að tekið er að bora einhverju niður í gegnum rjáfrið. Jón þykist kenna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.