Úrval - 01.12.1965, Síða 59

Úrval - 01.12.1965, Síða 59
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 57 hver komínn er og segir stundar- hátt: „Þetta mun vera séra Hall- grímur.“ Eftir litla stund kemur svipu- hnúður niður um rjáfrið og fylgir moldarköggull með, sem lendir framan í Jóni. Um leið heyrir hann sagt úti á þekjunni: „Getur þú ekki tekið í, strákskratti?" Reis þá Ós- mann upp við dogg, seildist seinlega til og greip um svipuhnúðinn. I næstu andrá kom svipuskaptið inn um þakið, en ólin slitin við keng'inn. Hafði prestur gert þetta af glettni. Var hann á fjórum fótum, hafði margvafið langri ólinni um hendur sér og sparn við af öllum mætti. Þótti klerkur hafa vel sloppið, að þekjan skyldi ekki brotna inn með sjálfan hann ofan á byrgisbúa, sem annars tók þessu kunningjagamni vel að vanda. Þessi atvik um séra Hallgrím Thorlacius eru hér ekki dregin fram honum til áfellis. Ég þekkti hann næstum ekki neitt, en fannst hann mikill myndarmaður og klerkur. Ég ímynda mér, að honum hafi þótt gott að bragða vín sem sjá má af þessum smásögum um þá Jón Ós- mann. En gamansöm og græskulaus „viðskipti" manna á milli tel ég til ótvíræðra mannkosta. Eins og fyrr er fram tekið í þess- ari grein var Jón Ósmann hverj.um manni hjálpsamari, gat ekkert aumt séð, án þess að leggja lið til hjálp- ar. Það var að vorlagi að hann var staddur úti í Hofsós ásamt fleirum bændum innan úr sveitum. Þar rakst hann á dauðadrukkinn mann í fjörunni, er lá þar ósjálfbjarga'- með öllu. Þetta var meðal maður að vexti, fremur grannur og Ós- manni alókunnur. Samúð hans gagnvart þessum ó- sjálfbjarga vesaling vaknaði. Hann varð að hjálpa honum á einhvern hátt. Hann gekk að hinum meðvit- undarlausa manni, grípur hann upp og stingur í handarkrika sinn og heldur svo upp á verzlunarplássið.. Þar rakst Jón á einhverja kunn- ingja sína og sló í samræður milí- um þeirra. Reikuðu þeir nokkra stund um þorpið, niðursokknir í um- ræðuefni sín. Loks innir einhver eftir því, hvaða mannslytti það sé, er han beri undir hendi sér. Hrökk Jón þá heldur en ekki við og bað guð að fyrirgefa sér það að hafa gleymt hinum nauðstadda bróður um stund. Skundaði hann strax að nálægu húsi og fékk þar komið inn manninum til aðhlynningar og hressingar. Þess er fyrr getið í grein þess- ari, að Jón Ósmann var rómuð skytta og er hér ein saga því til staðfestingar. Dag einn, er Jón var á selveiðum uppi undir Króknum, vildi svo til, að þar lá utarlega á skipalegunni danskt landhelgisgæzluskip. Hvort það var „íslands Falk“, veit ég ekki. Flaut bátur Ósmanns þar skammt frá og varð yfirmönnum varðskips- ins starsýnt á þann, er veiðarnar stundaði. Var og hann með byssu sínu hina miklu, er fáum þótti auð- velt að halda í sigti. Skaut Jón m.a. á fugla og var ekki slippifengur. Fór svo, að hina erlendu fýsti að hafa tal af bátverja. Var honum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.