Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 59
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
57
hver komínn er og segir stundar-
hátt: „Þetta mun vera séra Hall-
grímur.“
Eftir litla stund kemur svipu-
hnúður niður um rjáfrið og fylgir
moldarköggull með, sem lendir
framan í Jóni. Um leið heyrir hann
sagt úti á þekjunni: „Getur þú ekki
tekið í, strákskratti?" Reis þá Ós-
mann upp við dogg, seildist seinlega
til og greip um svipuhnúðinn. I
næstu andrá kom svipuskaptið inn
um þakið, en ólin slitin við keng'inn.
Hafði prestur gert þetta af glettni.
Var hann á fjórum fótum, hafði
margvafið langri ólinni um hendur
sér og sparn við af öllum mætti.
Þótti klerkur hafa vel sloppið, að
þekjan skyldi ekki brotna inn með
sjálfan hann ofan á byrgisbúa, sem
annars tók þessu kunningjagamni
vel að vanda.
Þessi atvik um séra Hallgrím
Thorlacius eru hér ekki dregin fram
honum til áfellis. Ég þekkti hann
næstum ekki neitt, en fannst hann
mikill myndarmaður og klerkur.
Ég ímynda mér, að honum hafi þótt
gott að bragða vín sem sjá má af
þessum smásögum um þá Jón Ós-
mann. En gamansöm og græskulaus
„viðskipti" manna á milli tel ég til
ótvíræðra mannkosta.
Eins og fyrr er fram tekið í þess-
ari grein var Jón Ósmann hverj.um
manni hjálpsamari, gat ekkert aumt
séð, án þess að leggja lið til hjálp-
ar.
Það var að vorlagi að hann var
staddur úti í Hofsós ásamt fleirum
bændum innan úr sveitum. Þar
rakst hann á dauðadrukkinn mann
í fjörunni, er lá þar ósjálfbjarga'-
með öllu. Þetta var meðal maður
að vexti, fremur grannur og Ós-
manni alókunnur.
Samúð hans gagnvart þessum ó-
sjálfbjarga vesaling vaknaði. Hann
varð að hjálpa honum á einhvern
hátt. Hann gekk að hinum meðvit-
undarlausa manni, grípur hann upp
og stingur í handarkrika sinn og
heldur svo upp á verzlunarplássið..
Þar rakst Jón á einhverja kunn-
ingja sína og sló í samræður milí-
um þeirra. Reikuðu þeir nokkra
stund um þorpið, niðursokknir í um-
ræðuefni sín. Loks innir einhver
eftir því, hvaða mannslytti það sé,
er han beri undir hendi sér. Hrökk
Jón þá heldur en ekki við og bað
guð að fyrirgefa sér það að hafa
gleymt hinum nauðstadda bróður
um stund. Skundaði hann strax
að nálægu húsi og fékk þar komið
inn manninum til aðhlynningar og
hressingar.
Þess er fyrr getið í grein þess-
ari, að Jón Ósmann var rómuð
skytta og er hér ein saga því til
staðfestingar.
Dag einn, er Jón var á selveiðum
uppi undir Króknum, vildi svo til,
að þar lá utarlega á skipalegunni
danskt landhelgisgæzluskip. Hvort
það var „íslands Falk“, veit ég ekki.
Flaut bátur Ósmanns þar skammt
frá og varð yfirmönnum varðskips-
ins starsýnt á þann, er veiðarnar
stundaði. Var og hann með byssu
sínu hina miklu, er fáum þótti auð-
velt að halda í sigti. Skaut Jón m.a.
á fugla og var ekki slippifengur.
Fór svo, að hina erlendu fýsti að
hafa tal af bátverja. Var honum