Úrval - 01.12.1965, Page 60
58
ÚRVAL
gefið merki um að koma upp að
skipshliðinni og eiga tal við yfir-
menn.
Varð það úr að Ósmann gekk um
borð með skotvopn sitt í hendi.
Mæltist skipherra til þess, að ís-
lendingur sýndi fimi sína og skyti
til marks. Varð honum sem fleirum
næsta starsýnt á þennan fagur-
vaxna hægláta mann og skotvopn
hans. Því næst var skotmark ákveð-
ið. Jón miðaði og hitti auðveldlega.
Er þá mælt. að skipherra hafi boð-
ið Jóni að freista aftur, en lagði nú
gullpening ofan á byssuhlaupið,
svona til að reyna, hve örugglega
hinn héldi vopni sínu til hæfis, þá
er skotið riði af.
En sva traust tak hafði Ósmann
á byssu sinni, að ekki haggaðist
gullpeningurinn að heldur. Þá Jón
hann síðan að gjöf fyrir komuna.
Allar þessar sögur af Jóni Ós-
mann eru — að því ég bezt veit —
alveg sannar. Eru margar fleiri til,
þótt ekki verði þær birtar hér.
Ég held, að Jón hafi aldrei búið
í Utanverðunesi, þótt þar ætti hann
heimili. Faðir hans bjó þar og lifði
son sinn. Kvæntur var Jón. Hét
kona hans Guðný Pálsdóttir ættuð
frá Syðri-Brekkum. Ekki varð sam-
búð þeirra löng. Guðný andaðist
eftir fárra ára hjónaband. Féll hún,
sem margir aðrir á þeim tímum í
Skagafirði fyrir hinum hvíta dauða,
tæringunni. Þau áttu eina dóttur
barna, sem einnig varð að hníga
fyrir sama sjúkdómi, gift kona.
Ekki löngu fyrir andlát Jóns
Magnússonar Ósmanns réðist að
Utanverðunesi kona að nafni Elín
Jónsdóttir, alin upp í Brekkukoti
hjá Guðríði Hallsdótur ömmusystur
minni. Milli Jóns og hennar tókst
djúp vinátta. Atu þau saman einn
son er Jónas heitir og hefir tekið
upp nafnið Ósmann, eftir föður
sinn.
Elín Jónsdóttir var myndarkona,
gædd geysimiklu líkamlegu þreki
enda dugleg með afbrigðum. Það
var því um sumt líkt á komið með
þeim Jóni, er og sonur þeirra með
hæstu mönnum og eftir því þrekinn
og fagurvaxinn sem faðir hans. Hann
er nú búsettur í Kópavogi.
Ég fór um vesturósinn alloft eftir
að ég komst úr barnæsku, meðan
Jón Ósmann gengdi þar ferjustörf-
um. Þá tók ég betur eftir honum,
kynntist manngæðum hans og
drenglund. Dáðist að þessum ýtur-
vaxna manni með frítt, en dálítið
stórskorið andlit. Sá mörg hraust-
leg handtök hans á sveifinni, þegar
tveir til þrír miðlungsmenn hnik-
uðu henni ekki, er vont var að ferja.
Aldrei sá ég honum vinnast það
erfitt og sjaldan gat ég beinlínis
orðið þess augljóslega var, hvort
hann var undir áhrifum áfengis
eða ekki. Slíkur heljarskrokkur
þoldi hverjum manni betur. Það
var ávallt ævintýrablær yfir minni
komu þangað.
En af sjálfum staðnum bauð mér
alltaf ógn. Þessi hyldjúpi, dimmi
ós, sem lá út í fangið á hvelfdum
holskeflum norðan áttarinnar,
drungalegur viðsjáll — margra-
manna gröf. Og svo hinn afrenndi
einbúi í grjótbyrgi sínu, allt
hjálpaðist að til að slá einhverjum
ævintýraþrungnum en geigfullum
töfrablæ yfir þennan langrómaðasta