Úrval - 01.12.1965, Side 64
Sovézkir fornleifafrœðingar hafa fundið merkilegar fornleifar
í 2000 ára gömlum gröfum,
þar sem innihaldið hefur varðveitzt „djúpfryst".
FORNAR
SKÝÞAGRAFIR
Eítir prót'. M. J. Artamonov.
f dæma æxti út frá leifum
gamalla menningarþjóða
mætti ætla að framleiðsla
manna áður en sögur hóf-
ust hafi verið takmörkuð við muni,
sem voru gerðir úr steini, leir, beini
og fáeinum málmum, eins og kopar,
gulli og járni.
Fornleifafræðingunum er að sjálf-
sögðu ljóst, að þetta gefur skakka
mynd — byggt á þeirri staðreynd,
að náttúran leitast við að eyðileggja
lífræn efni. Yfirleitt getur ekkert
sem er gert úr tré, leðri, vefnaðar-
vöru e.þ.h. þolað langvarandi áhrif
veðursins eða eyðandi áhrif graf-
reitanna. Þessar kringumstæður
hafa gefið okkur rangar hugmyndir
um daglegt líf og starf fornþjóð-
anna.
Stundum hefur fornleifafræðing-
um tekizt að uppgötva leifar gamall-
ar menningar á stöðum, þar sem þær
hafa varðveitzt furðulega vel vegna
stöðugs raka eða þurrka — t.d. á
botni stöðuvatna í mómýrum í Sviss
í kjarrlendum í Norðvestur Sovét-
ríkjunum og á eyðimörkum Egypta-
lands. Þessar sjaldfundnu menjar
gefa okkur alveg nýja mynd af
lífi fortíðarinnar, eins og ef svart-
hvít ljósmynd birtist allt í einu
í litmynd og sýndi margvísleg smá-
atriði. Þannig sýna þessir fundir
undraverða fjölbreytni af flíkum,
húsgögnum og öðrum munum úr
tré, leðri og skinni. Þeir sýna í fá-
um orðum sagt að áhöld fornra
menningarþjóða voru gerð úr sömu
efnum og aðailega eru notuð í dag.
I Mið-Síberíu, landi sem á næst-
um enga sögu, hafa sovézkir forn-
leifafræðingar á síðustu árum af-
hjúpað ýmsa muni fornþjóðar,
sem hafa haldizt furðulega ó-
skemmdir með einni geymsluað-
ferðinni enn, frystingu. Fundurinn
samanstendur af allmörgum graf-
haugum hátt uppi í Altai-fjöllum á
landamærum Síberíu og Itri-Mong-
ólíu. Vegna gerðar grafanna hafa
þær í raun og veru verið frosnar
síðan þær voru grafnar fyrir meira
en 2000 árum síðan. í öllum haug-
62
Vor Viden