Úrval - 01.12.1965, Side 73

Úrval - 01.12.1965, Side 73
FORNAR SKÝÞAGRAFIR 71 höfuð kvennanna og skegg á and- lit karlmannanna. í gröfunum fundust leifar af föt- um, nóg til að gefa allgóða hugmynd um klæðaburð fólksins. Allar flík- ur voru gerðar úr leðri, skinni eða filti, nema nokkrar skyrtur, sem voru ofnar úr hampi eða svipuðum þræði. Það lítur ekki út fyrir að ull hafi verið notuð í fatnað (þó að — eins og við munum sjá síðar — ullarteppi hafi verið einn hlut- urinn sem fannst í Altaigröfunum.) Karlmennirnir klæddust þröngum buxum úr þvottaskinni, filtsokkum, uppháum stígvélum með mjúkum sólum og víðri blússu með löngum skreyttum ermum. Höfuðfötin voru annaðhvort filthattur með leður- fóðruðum eyrnahlífum eða upp- mjó filthúfa. Föt kvennanna voru meðal ann- ars tilsvarandi blússa með brjóst- hlíf og filtsokkar. Þær klæddust viðhafnarstígvélum gerðum úr pardusskinni, lystilega bróderuðum með perlum, jafnvel neðan í sól- unum — augsýnilega ekki heppileg- um til að ganga í, en þau sýndu, að það hefur verið vani kvennanna að sitja með krosslagða fætur, svo stígvélasólarnir sæjust. Höfuðföt þeirra voru þá eins og nú fjölbreyti- legri en karlmannanna. Ein af kon- unum hafði húfu, sem var klippt til að ofan svo að hún líktist kór- ónu, önnur bar litla húfu úr út- skornu tré, sem fest var við íburðar- mikla hárgreiðslu. Allmörg belti fundust, og var eitt þeirr'a skreytt með silfurplötum. Þó áð ræningjarnir hafi ruplað svo að segja hverjum skartgrip úr gröfnunm, hafa nokkrir smámunir samt leynzt fyrir þeim, og eru dæmi um það skraut, sem hlýtur að hafa verið grafið með hinum látnu. Altaifjöllin hafa alltaf verið frægt gullnámusvæði. í hinum rændu grafarleifum hafa fornleifafræðingar aðeins einu sinni fundið gullmuni — vandaða eyrnahringa. Þeir fundu líka gullhúðuð brot úr hálsmeni (með skrýmslamyndum), fáeinar gullhúðaðar bronsplötur, með smá dýramyndum sem voru saumaðar í flíkur og nokkrar perlur, og voru fáeinar þeirra gerðar úr túrkis. Þar voru einnig nokkur snyirtiáhöld, þar á meðal hárgreiða úr horni og þrír speglar — einn úr bronsi, einn úr silfri með löngu hornskaíti en einn úr hvítum málmi, einskonar kínversku zinki. Mjög fá vopn hafa fundizt, nema brot, sem sýndu að vopn höfðu upp- haflega verið lögð í grafirnar — brot úr spjótsköftum, sem ræningj- arnir höfðu tekið bronsoddana af, skjaldaleifar sem voru gerðir úr viðarrömmum sem á var strengt leður (einn var eingöngu úr tré, sem var útskorið, svo að það líkt- ist leðri) og brot út stuttu járn- sverði og rýtingur. Meðal hinna meira eða minna skemmdu muna voru trjáborð, tré- föt, tré og leirdiskar, filtmottur og steinlampi. Þar voru töskur, flösk- ur, pyngj ur og hulstur úr leðri, pok- ar úr skinni, teppi og sjöl úr leðri og filti. Þar voru einnig nokkur hljóðfæri — trommur gerðar úr horni og hljóðfæri sem líktist hörþu. Sérstaklega athyglisvert var éins- • konar keilumyndað smátjald sem filt'
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.