Úrval - 01.12.1965, Side 86
84
ÚRVAL
Drengurinn reið við hlið föður
síns, þögull og ólundarlegur. Hann
fékkst ekki til þess að segja orð,
fyrr en þeir fóru með ferjunni yfir
stóra á, sem faðir hans kallaði Sus-
quehanna. Drengurinn skimaði yfir
þetta geysistóra fljót, sem var um
míla á breidd. Hann virti fyrir sér
akrana og húsin hinum megin ár-
innar. Síðan ruddi hann út úr sér
biturlegum orðum á Delawaremáli.
„Hvað er hann að segja?“ spurði
faðir hans.
Del gretti sig. „Hann segir, að
Susquehannaáin og allt vatnið, sem
í hana rennur, tilheyri Indíánaætt-
flokknum hans. Hann segir, að fað-
ir hans í Indíánaþorpinu hafi búið
á bökkum hennar langt í norðri.
Hann segir, að grafir forfeðra hans
séu á bökkum hennar. Hann segir,
að hann hafi oft heyrt föður sinn
segja frá því, að hvítu mennirnir
hafi stolið ánni og gröfunum af
Indíánunum.“
Herra Butler varð armæðulegur á
svip. „Segðu honum, að við skulum
tala um það allt saman einhvern-
tíma síðar. Segðu honum, að nú sé-
um við bráðum komnir heim. Ef
hann lítur til hæðanna þarna hand-
an árinnar, mun hann sjá þorpið
Paxton, þar sem hann fæddist."
Del var viss um að drengurinn
hafði skilið þessi orð áður en hann
hafði þýtt þau fyrir hann. Dreng-
urinn leit nú með skyndilegum
hryllingi yfir á hinn bakka árinnar.
„Stað-ur hvítu mannanna frá Pesh-
tank?“ spurði hann á ensku með
sterkum Indíánahreim.
Faðir hans lagði hönd sína ástúð-
lega á öxl drengsins. „Það er rétt,
sonur,“ sagði hann. „Peshtank eða
Paxton. Það er sama þorpið.“
Drengurinn varð á svipinn eins og
hann hefði verið laminn með svipu.
Og áður en báturinn náði bakkan-
um, rak hann hælana í síður hests-
ins og þeysti á honum út í grunnt
vatnið við bakkann. Og á næsta
auknabliki var hesturinn tekinn að'
klöngrast upp háan, brattan ár-
bakkann. Drengurinn rak hann á-
fram með háum, hryssingslegum
Indíánahrópum.
„Þeir stöðva hann í Fort Hunter,1-
sagði faðir drengsins.
Þeir fundu hestinn mannlausan
töluverðum spöl áður en þeir kom-
ust til virkisins Fort Hunter. Hest-
urinn hafði fælzt eitthvað og kast-
að drengnum af sér. Það mátti enn
sjá farið á jörðinni, þar sem dreng-
urinn hafði komið niður. Það var
erfiðara að fylgja slóð hans eftir,
en Del hljóp niður eftir stíg, sem
lá niður að ánni. Hann beygði sig
niður inni í þykku kjarri og dró
drenginn út úr því. Hann spark-
aði og beit. Herra Butler varð að
hjálpa honum að draga hann aftur
að hestinum og lyfta honum upp í
hnakkinn. Þeir bundu gráa hestinn
fastan á milli hesta sinna og riðu
síðan áfram niður eftir árstígnum.
Herra Butler varð órólegur á
svip. Hann hafði hlakkað til þess
tíma, er hann fengi son sinn til
sín aftur. En hann hafði varla bú-
izt við, að heimkoma hans yrði með
þessu móti.
ÓKUNNUR GESTUR Á
HEIMILINU
Faðir drengsins beygði inn á stíg,.