Úrval - 01.12.1965, Síða 86

Úrval - 01.12.1965, Síða 86
84 ÚRVAL Drengurinn reið við hlið föður síns, þögull og ólundarlegur. Hann fékkst ekki til þess að segja orð, fyrr en þeir fóru með ferjunni yfir stóra á, sem faðir hans kallaði Sus- quehanna. Drengurinn skimaði yfir þetta geysistóra fljót, sem var um míla á breidd. Hann virti fyrir sér akrana og húsin hinum megin ár- innar. Síðan ruddi hann út úr sér biturlegum orðum á Delawaremáli. „Hvað er hann að segja?“ spurði faðir hans. Del gretti sig. „Hann segir, að Susquehannaáin og allt vatnið, sem í hana rennur, tilheyri Indíánaætt- flokknum hans. Hann segir, að fað- ir hans í Indíánaþorpinu hafi búið á bökkum hennar langt í norðri. Hann segir, að grafir forfeðra hans séu á bökkum hennar. Hann segir, að hann hafi oft heyrt föður sinn segja frá því, að hvítu mennirnir hafi stolið ánni og gröfunum af Indíánunum.“ Herra Butler varð armæðulegur á svip. „Segðu honum, að við skulum tala um það allt saman einhvern- tíma síðar. Segðu honum, að nú sé- um við bráðum komnir heim. Ef hann lítur til hæðanna þarna hand- an árinnar, mun hann sjá þorpið Paxton, þar sem hann fæddist." Del var viss um að drengurinn hafði skilið þessi orð áður en hann hafði þýtt þau fyrir hann. Dreng- urinn leit nú með skyndilegum hryllingi yfir á hinn bakka árinnar. „Stað-ur hvítu mannanna frá Pesh- tank?“ spurði hann á ensku með sterkum Indíánahreim. Faðir hans lagði hönd sína ástúð- lega á öxl drengsins. „Það er rétt, sonur,“ sagði hann. „Peshtank eða Paxton. Það er sama þorpið.“ Drengurinn varð á svipinn eins og hann hefði verið laminn með svipu. Og áður en báturinn náði bakkan- um, rak hann hælana í síður hests- ins og þeysti á honum út í grunnt vatnið við bakkann. Og á næsta auknabliki var hesturinn tekinn að' klöngrast upp háan, brattan ár- bakkann. Drengurinn rak hann á- fram með háum, hryssingslegum Indíánahrópum. „Þeir stöðva hann í Fort Hunter,1- sagði faðir drengsins. Þeir fundu hestinn mannlausan töluverðum spöl áður en þeir kom- ust til virkisins Fort Hunter. Hest- urinn hafði fælzt eitthvað og kast- að drengnum af sér. Það mátti enn sjá farið á jörðinni, þar sem dreng- urinn hafði komið niður. Það var erfiðara að fylgja slóð hans eftir, en Del hljóp niður eftir stíg, sem lá niður að ánni. Hann beygði sig niður inni í þykku kjarri og dró drenginn út úr því. Hann spark- aði og beit. Herra Butler varð að hjálpa honum að draga hann aftur að hestinum og lyfta honum upp í hnakkinn. Þeir bundu gráa hestinn fastan á milli hesta sinna og riðu síðan áfram niður eftir árstígnum. Herra Butler varð órólegur á svip. Hann hafði hlakkað til þess tíma, er hann fengi son sinn til sín aftur. En hann hafði varla bú- izt við, að heimkoma hans yrði með þessu móti. ÓKUNNUR GESTUR Á HEIMILINU Faðir drengsins beygði inn á stíg,.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.