Úrval - 01.12.1965, Síða 87

Úrval - 01.12.1965, Síða 87
LJÓSIÐ í SKÓGINUM 85 sem lá á milli ungra valhnetutrjáa. Framundan var lítið leiguliðahús, og handan lindarinnar var stórt steinhús. Dyr þess voru galopnar. Er reiðmennirnir nálguðust, komu drengur og þjónustustúlka út á dyrapallinn. Við hlið þeirra stóð kona, festuleg á svip. Þeir herra Butler og Del fóru af baki, en það varð að skipa drengnum að gera slíkt hið sama. Síðan tók Del í hand- legg honum og leiddi hann að dyr- unum. „Bróðir þinn er kominn heim,“ sagði faðirinn vandræðalega við litla drenginn, sem stóð þar. En við Sannan Son sagði han: „Þú hef- ur aldrei séð Gordie. Hann fæddist meðan þú varst að heiman. En þú ættir að muna eftir henni Kate frænku þinni.“ Eldri drengurinn stóð þarna þög- ull í Indíánabúningnum sínum og lét sem hann sæi ekki fólkið. Þjón- ustustúlkan hafði stigið nokkur skref í áttina til hans. En hún stanz- aði skyndilega, er Kate frænka hélt áfram að stara með augljósri vanþóknun á gestinn. Það var sem litla drengnum einum fyndist ekk- ert óvenjulegt við þennan atburð. Hann starði bara á bróður sinn með óduldri gleði og aðdáun. „Jæja, við skulum fara inn,“ sagði faðirinn, og síðan gengu þau öll inn í stóra anddyrið. „Harry!“ hrópaði áköf kvenrödd ofan af lofti. Faðirinn varð hjálparvana á svip- inn. „Það er bezt, að þú komir með,“ sagði hann við hermanninn. Herbergið, sem þeir stigu inn í uppi á loftinu, var stórt og sól- ríkt. Við gluggann sat kona í bláum slopp. Réttara hefði verið að segja, að hún hefði hálfvegis legið þar á legubekk. Það mátti sjá það af svörtu hárinu og augunum og áköfu augnaráðinu, sem hún beindi að drengnum, að hún var móðir hans. Hún var sjúklingur, hafði orðið rúmföst fyrir 11 árum, þegar syni hennar var rænt. Hún hafði endur- lifað það augnablik ótal sinnum síðan líkt og í martröð. Það hafði verið um kornuppskeru- tímann, og maðurinn hennar var að hjálpa til á ökrunum. Hann hafði tekið Johnny litla með sér. Þeir voru að slá korn á akrinum, sem var fjærst bænum. Hann teygði sig langt inn í skóginn. Villimennirnir höfðu falið sig í skóginum og haft vakandi auga á kornskurðarmönn- unum. Með djöfullegri slægð biðu þeir, þangað til kornskurðarmenn- irnir voru komnir út á miðjan ak- urinn, langt frá rifflum sínum, sem stóðu upp við girðinguna. Svo hófu Indíánarnir skyndilega skothríð. Tom Galaugher var drepinn, og Mary Awl, sem var að hjálpa til að binda kornið, særðist. Hitt fólkið slapp, alit nema Johnny litli, sem hafði verið skilinn eftir í skugga stórs hikkorytrés. Þegar mennirn- ir sneru aftur með hjálparlið, var drengurinn litli á bak og burt. Frétt- unum hafði verið leynt fyrir móður hans eins lengi og mögulegt var, en að lokum varð að segja henni, að villimennirnir hefðu klófest barnið hennar. En þessi týndi sonur hennar lét nú sem hann sæi hana alls ekki. Það var ekki fyrr en hún dró höfuð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.