Úrval - 01.12.1965, Síða 88
86
ÚRVAL
hans niður til sín og kyssti hann,
að hann sýndi þess nokkur merki,
að hann hefði orðið var við nærveru
hennar. Hann stirðnaði upp og hörf-
aði undan.
„Nú, þú. lítur alveg út eins og
Indíáni, John!“ sagði hún „Þú geng-
ur jafnvel eins og þeir. Hlutskipti
þitt hefur verið grimmilegt, en guði
sé lof, að lífi. þínu var þyrmt og að
þú ert nú kominn heim til okkar
aftur!“
Sannur Sonur lét sem hann heyrði
ekki orð hennar. Hann sveipaði sig
algerri fáskiptni, líkt og hann væri
að vefja utan um sig teppi. Móðir
hans bætti skyndilega við full sam-
úðarr
„Er hann alveg búinn að gleyma
enskunni?"
„Hann skilur heilmikið, ólítum
við,“ sagði faðir hans, „En við vit-
um ekki enn, hversu mikið hann
getur talað. Hingað til hefur hann
aðeins sagt örfá orð á ensku.“
„Þú hefur verið lengi að heiman,
John,“ sagði móðir hans blíðlega.
„Þú hefur eltki fengið neina mennt-
un. Þú hefur orðið að lifa í myrkri
heiðni og fávísi. Nú verðurðu að
vinna upp þennan glataða tíma.
Þú ert næstum orðinn fullvaxta
maður, Hið þýðingarmesta er nú,
að þú lærir þitt eigið mál, enskuna.
Við skulum byrja nú á stundinni.
Ég er móðir þín, Myra Butler. Þetta
er faðir þinn, Harry Butler. Bróðir
þinn er Gordon Butler. Og þú ert
John C. Butler. Endurtaktu þetta
nú. John Cameron Butler.“
Drengurinn sagði ekki orð. Hann
stóð þarna aðeins og lét sig engu
yarða, hvað hún sagði.
„Ég vil, að þú hafir nafn þitt eftir
mér. Segðu John, John!“ Frú Butler
greip í handlegg honum og hristi
hann.
Það var augsýnilegt, að drengur-
inn skyldi hana. Hann roðnaði af
reiði. Hann flýtti sér að segja eitt-
hvað á Delawaremáli. Del þýddi
það tafarlaust.
„Hann segir, að nafn hans sé Lenni
Quis. Á ensku væri það Uppruna-
legur Sonur eða Sannur Sonur.“
„En nú er hann ekki lengur hjá
Delaware-Indíánunum. Hann er
heima á heimili okkar, og hér verð-
ur han að ganga undir sínu raun-
verulega nafni og viðurkenna það.“
Drengurinn virti hana fyrir sér
með dökkum, brennandi augum,
„Sannur Sonur mitt rétta nafn,“
sagði hann á klaufalegri ensku. Hann
átti mjög erfitt með að bera fram
stafinn r. „Faðir minn og móðir
gefa mér þetta nafn.“
„Hann á við föður og móður í
Indíánaþorpinu,“ skaut Del fram í.
Frú Butler roðnaði. „Jæja ég
held, að þetta sé alveg nóg í dag,“
sagði hún. „Hann hefur að minnsta
kosti talað fyrstu ensku orðin sín.“
Hún tók upp fatnað, sem lá við
hlið hennar og hún hafði verið að
gera við, Drengurinn fann til lam-
andi þvingunarkenndar, þegar hann
sá, að þetta voru ljósgráar síðbux-
ur hvítu mannanna, „Yengwe“-bux-
ur og gulur jakki. Hún hélt áfram
máli sínu: „Þegar ég heyrði, að þú
værir að koma heim, fékk ég' þessi
föt lánuð hjá Alec frænda þínum.
Nú vil ég að þú íarir í þau, svo að
ég' geti séð, hvernig þau fara þér.“
Drengurinn starði með andúð á