Úrval - 01.12.1965, Page 89

Úrval - 01.12.1965, Page 89
LJÓSIÐ í SKÓGINUM 87 buxurnar og jakkann. Það hefði alveg eins verið hægt að segja dá- dýri að klæða sig í húð erkióvinar- ins — sjálfs úlfsins. „Heyrðirðu ekki, hvað móðir þín segir?“ spurði Del hvössum rómi og endurtók beiðnina á Delawaremáli. Drengurinn hófst samt ekki handa. Hvernig átti hann að geta snert slíka hluti? Þá teygði Gordie sig fram og tók við þeim fyrir hann. „Viltu gefa mér Indíánafötin þín, Sannur Sonur, þegar þú ferð í þessi föt?“ spurði hann ákafur, þegar þeir gengu út úr herberginu. „Þá get ég verið Indíáni." Eldri drengurinn svaraði þessu engu. Og hann fór ekki heldur úr Indíánabúningi sínum, þegar þeir voru komnir inn í herbergið, sem Gordie vísaði honum inn í. En það var sem drengirnir virtu hvorn annan sem snöggvast fyrir sér með gagnkvæmri virðingu og skilningi. PESHTANKSAGAN Nótt þessa lá drengurinn á þess- um 'fjandsamlega sfað, sem honum og Del hafði verið vísað á. Veggir og loft höfðu verið fest saman með einhvers konar þykkri leðju og öllu lokað vendilega. Og hvíta fólk- ið hafði svo þakið þessa þurru leðju með pappír til þess að gera húsið alveg loftþétt. Einu götunum á veggjunum hafði svo verið lokað með einhvers konar tréhurðum og ferhyrndum glerjum. Honum fannst hann liggja inni- byrgður í gröf. Nú vissi hann, hvers vegna hinir ensku voru svo fölir. Inni í húsum sínum útilokuðu þeir sig algerlega frá lifandi loftinu. Þeir voru eins og grænt gras, sem hefur fölnað og er orðið næstum hvítt undir steinum, eða fölur gróð- urinn undir greinum trjánna inni í skógarþykkninu, þar sem sólin nær aldrei að skína. Hann var gagntekinn tilfinningunni um að vera umkringdur óvinum. Og það var sú kennd, sem aðallega hélt fyrir honum vöku þessa fyrstu nótt hans. Hann gat enn heyrt „Peshtanksöguna“ enduróma í huga sér, söguna, sem hafði farið sem eldur í sinu um þorpið hans og önn- ur þorp Indíánanna, já, eins og pestarsótt. „Það var í mánuðinum, sem hvítu mennirnir segja, að hinn góði, blíði guð þeirra hafi fæðzt í,“ hafði faðir hans sagt við hann. „Conestoga- Indíánarnir, frændur okkar, höfðu tekið trú hvíta mannsins. Þeir voru mjög fáir og lifðu í friði á meðal hvítu mannanna. Svo komu hvítu villimennirnir frá Peshtank ríðandi með byssur og axir. Conestoga- Indíánarnir héldu tryggð við trú sína og veittu ekkert viðnám. þeir einir komust undan, sem ekki voru heima í þorpinu." „Hversu margir komust undan?“ hafði A’sstonah, systir Sanns Sonar spurt. „Það íor nú svo að lokum, að enginn komst undan,“ hafði faðir hennar sagt hörkulega. „Þegar þeir Conestoga-Indíánar, sem höfðu ver- ið að heiman, sneru aftur heim í þorp sitt, var þar ekki lengur neitt þorp. Kofar þeirra höfðu verið brenndir til ösku. Bræður þeirra höfðu verið drepnir. Þeir héldu því til Lancaster, eins bæjar hvítu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.