Úrval - 01.12.1965, Page 91
LJÓSIÐ í SKÓGINUM
89
varS Kate frænka hörkuleg á svip.
„Ég er búin að fá nóg af þessu,
Johnny,“ sagði hún. „Ættingjar
þínir koma í heimsókn á eftir, og
þá viljum við ekki, að þú sért
klæddur eins og skítugur villimað-
ur. Þú átt að fara í þessi föt hérna.
Og þú átt að þvo þér um allan
líkamann. Ef þú gerir það ekki,
ætla ég að gera það fyrir þig!“
Sönnum Syni rann kalt vatn milli
skinns og hörunds. Og þessi krafta-
lega ljóta kerling leit þannig út, að
það lék enginn vafi á því, að henni
var bláköld alvara.
Gordie tók eftir þessum ósjálf-
ráðu viðbrögðum bróður síns og
kom honum til hjálpar í flýti. „Ég
skal sýna honum, hvernig hann á
að gera það, Kate frænka!“ sagði
hann.
Gordie sýndi honum, hvernig
hann ætti að bera sápu og vatn á
líkama sinn. Vatnið var í hvítri
skál. Þess á milli dembdi Gordie
yfir hann spurningum og spurði
hann í þaula um líf hans meðal
Indíánanna. Þegar þvottinum var
lokið, klæddist Sannur Sonur hin-
um fyrirlitlegu flíkum hvíts drengs
og gekk á fund móður sinnar í
herbergi hennar. Og þegar gestirn-
ir voru komnir, gekk hann hægt
niður stigann. Faðir hans leiddi
hann við hlið sér inn í stóra stofu.
Um heil tylft ættingja hans heils-
aði honum með handabandi, hvítir
frændur og frænkur á ýmsum ald.ri,
Þegar því var lokið, skildi faðir
hans hann eftir hjá tveim frændum
þeirra. Sá þeirra, sem var mjög hár
og horaður, var Owens frændi.
„Jæja, þú mátt þakka þínum sæla
fyrir að hafa sloppið úr klónum
á þessum djöflum, Johnny,“ sagði
hann.
Wilsie frændi var mjög sterklega
vaxinn maður. Hann virti drenginn
vandlega fyrir sér. Augnaráð hans
var ekki eins vingjarnlegt. „Mér
finnst hann líta út eins og ósvikinn
Indíáni enn þá,“ tautaði hann. „Hve
lengi dvaldi hann hjá þessum villi-
mönnum? Ellefu ár. Jæja, eitt sinn
Indíáni, alltaf Indíáni."
„Johnny er ekki Indíáni,“ sagði
faðir drengsins vandræðalega. „I
æðum hans rennur blóð hvítra
mann, líkt og í æðum okkar hinna.“
„Það getur verið, að svo hafi eitt
sinn verið,“ viðurkenndi Wilsie
frændi. „En þessir villimenn hafa
alið hann þannig upp, að það má
segja, að nú renni Indíánablóð í
æðum hans. Þeir hafa innrætt hon-
um heiðingjakenningar. Illt er gott,
og gott er illt. Þjófnaður er dyggð.
Lygar eru list. Og mesta afrekið
er að slátra hvítum konum og börn-
um og flá af þeim höfuðleðrið. Lítið
bara á hann núna. Hann stendur
þarna grafkyrr og svipbrigðalaus
eins og sannur Indíáni. Ég þori að
veðja, að í huga hans er nú að fæð-
ast eitthvert djöfullegt ráðabrugg.“
Steingrá augu Wilsie frænda tóku
nú að loga. Áður hafði verið í þeim
glóð, en nú brann þar eldur. „Segðu
sannleikann, strákur! Er það ekki
rétt hjá mér?“
Sannur Sonur sýndi þess engin
merki, að hann hefði heyrt orð hans.
„Hvað gengur að honurn?" spurði
Wilsie frændi illskulega. „Er hann
heyrnarlaus? Hvers vegna svarar
haim ekki sér betri mönnum að