Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 91

Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 91
LJÓSIÐ í SKÓGINUM 89 varS Kate frænka hörkuleg á svip. „Ég er búin að fá nóg af þessu, Johnny,“ sagði hún. „Ættingjar þínir koma í heimsókn á eftir, og þá viljum við ekki, að þú sért klæddur eins og skítugur villimað- ur. Þú átt að fara í þessi föt hérna. Og þú átt að þvo þér um allan líkamann. Ef þú gerir það ekki, ætla ég að gera það fyrir þig!“ Sönnum Syni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Og þessi krafta- lega ljóta kerling leit þannig út, að það lék enginn vafi á því, að henni var bláköld alvara. Gordie tók eftir þessum ósjálf- ráðu viðbrögðum bróður síns og kom honum til hjálpar í flýti. „Ég skal sýna honum, hvernig hann á að gera það, Kate frænka!“ sagði hann. Gordie sýndi honum, hvernig hann ætti að bera sápu og vatn á líkama sinn. Vatnið var í hvítri skál. Þess á milli dembdi Gordie yfir hann spurningum og spurði hann í þaula um líf hans meðal Indíánanna. Þegar þvottinum var lokið, klæddist Sannur Sonur hin- um fyrirlitlegu flíkum hvíts drengs og gekk á fund móður sinnar í herbergi hennar. Og þegar gestirn- ir voru komnir, gekk hann hægt niður stigann. Faðir hans leiddi hann við hlið sér inn í stóra stofu. Um heil tylft ættingja hans heils- aði honum með handabandi, hvítir frændur og frænkur á ýmsum ald.ri, Þegar því var lokið, skildi faðir hans hann eftir hjá tveim frændum þeirra. Sá þeirra, sem var mjög hár og horaður, var Owens frændi. „Jæja, þú mátt þakka þínum sæla fyrir að hafa sloppið úr klónum á þessum djöflum, Johnny,“ sagði hann. Wilsie frændi var mjög sterklega vaxinn maður. Hann virti drenginn vandlega fyrir sér. Augnaráð hans var ekki eins vingjarnlegt. „Mér finnst hann líta út eins og ósvikinn Indíáni enn þá,“ tautaði hann. „Hve lengi dvaldi hann hjá þessum villi- mönnum? Ellefu ár. Jæja, eitt sinn Indíáni, alltaf Indíáni." „Johnny er ekki Indíáni,“ sagði faðir drengsins vandræðalega. „I æðum hans rennur blóð hvítra mann, líkt og í æðum okkar hinna.“ „Það getur verið, að svo hafi eitt sinn verið,“ viðurkenndi Wilsie frændi. „En þessir villimenn hafa alið hann þannig upp, að það má segja, að nú renni Indíánablóð í æðum hans. Þeir hafa innrætt hon- um heiðingjakenningar. Illt er gott, og gott er illt. Þjófnaður er dyggð. Lygar eru list. Og mesta afrekið er að slátra hvítum konum og börn- um og flá af þeim höfuðleðrið. Lítið bara á hann núna. Hann stendur þarna grafkyrr og svipbrigðalaus eins og sannur Indíáni. Ég þori að veðja, að í huga hans er nú að fæð- ast eitthvert djöfullegt ráðabrugg.“ Steingrá augu Wilsie frænda tóku nú að loga. Áður hafði verið í þeim glóð, en nú brann þar eldur. „Segðu sannleikann, strákur! Er það ekki rétt hjá mér?“ Sannur Sonur sýndi þess engin merki, að hann hefði heyrt orð hans. „Hvað gengur að honurn?" spurði Wilsie frændi illskulega. „Er hann heyrnarlaus? Hvers vegna svarar haim ekki sér betri mönnum að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.