Úrval - 01.12.1965, Page 93
LJÓSIÐ í SKÓGINUM
91
sækja þig. Ef þú býst við þessum
heiðna ræningja, sem rændi þér,
ætt.irðu að senda honum orð um að
halda sig í hæfilegri fjarlægð."
Drengurinn varð skyndilega ótta-
sleginn, er honum varð hugsað til
þess möguleika, að Indíáninn, fað-
ir hans, kæmi ef til vill í heimsókn
til hans. Hann ruddi úr sér reiðileg-
um orðaflaumi, sem hann dembdi
yfir þennan frænda sinn.
„Einu sinni búa hvítur maður
hjá Indíónum. Hann giftist Indí-
ánakonu við Muskingumána. Þau
áttu þrjú börn. Allt stúlkur. Einn
dag hvíti maðurinn ákveða fara
aftur til sitt fólk. Hann drepa konu
sína og þrjár stúlkurnar. Hann fara
með höfuðleður aftur til Philadelph-
iu til að fá höfuðleðurverðlaun. Nafn
hans er David Owens. Kannske þú
ert bróðir hans.“
Wilsie frændi spratt á fætur fljót-
ur sem elding og sló drenginn utan
undir. Höggið var svo kröftugt, að
hann datt næstum kylliílatur.
„Nei, ég er ekki bróðir hans!“
hrópaði hann. „En ég vildi, að ég
væri það. Hann gerði aðeins skyldu
sína gagnvart föðurlandi sínu og'
þjóð. Hann trúði á nauðsyn þess að
losna við skaðræðisdýr, og það geri
ég reyndar líka!“
Sannur Sonur beitti sjálfan sig
harðýgi til þess að ná fullu valdi
á sér, en honum tókst það. HarVn
rétti úr sér og stóð þarna þráðbeinn
og stoltur. Hann hét því með sjálf-
um sér, að hann skyldi ekki mæla
fleiri orð þennan daginn. Enn mátti
greina hvítt far nálægt munni hans
eftir löðrung frænda hans. Hann
horfði fast á frænda sinn, og svört
augu hans brunnu af tærandi hat.n
HATAÐIR FJÖTRAR
Um kvöldið afklæddist Sannur
Sonur fötum Alecs frænda síns, og
enginn gat fengið hann til þess að
leyfa þessum flíkum að snerta lík-
aman hans að nýju. Á morgnana
klæddist hann Indíánabúningi sín-
um. En þegar faðir hans bannaði
honum að koma niður af lofti í
honum, gerði hann herbergi sitt að
íangelsisklefa. Peter Wormley,
klæðskeri bæjarins, kom í heimsókn
eftir nokkra daga. Hann gretti sig
með hryllingi, er hann sá hinn ein-
falda Indíánabúning. Hann sýndi
það á allan hátt, að honum fannst
það niðurlæging að þurfa að sauma
fatnað á hálfnakinn Indíánastrák.
Síðan kom skósmiður til þess að
taka mál af fótum hans, og að nokkr-
um tíma liðnum voru skórnir og
fötin tilbúin. Sannur Sonur lét sem
hann sæi þetta ekki. En eina nótt-
ina, þegar hann svaf værum svefni,
læddist Kate frænka upp í herberg-
ið hans, tók Indíánabúninginn hans
og bar hann burt. Og því var ekki
um annað fyrir drenginn að gera
en að klæðast þessuro fangafötum
sínum og þramma um á þessum
hörðu leðurstígvélum, vildi hann
ekki liggja í rúminu eins og sjúkl-
ingur.
Del sneri aftur til herdeildar
sinnar. í fyrstu var Sannur Sonur
fenginn, en samt saknaði hann hans
sáran, er hann var farinn. Hann
hafði verið einu tengsl hans við
Hálfu Ör og fólkið hans við Tusc-
arawasána. Nú hafði hann- engan