Úrval - 01.12.1965, Side 94

Úrval - 01.12.1965, Side 94
92 ÚRVAI. sem hann gat talað við á Lenni Lenape-máli. Og nú hertust fjötrarnir að hon- um. Honum fannst sem hinir ógeð- felldu og gleðivana lífshættir hvítu mannanna, óskiljanlegir siðir þeirra og þunglamalegir hættir, fléttuðu honum harða fjötra. Það var sem hann hefði sýkzt af pest. Síðdegis alla daga nema sjötta og sjöunda dag vikunnar varð hann að sitja sem fangi inni í svefnherbergi móð- ur sinnar og streitast við að læra að lesa og pára þessi leiðinlegu Yengwetákn á skriftöflu. Og sjö- unda morguninn varð hann að sitja sem fangi milli föður síns og Kate frænku í húsi því, sem þau kölluðu Bústað hins Mikla Anda. Hvíta fólkið var mjög barnalegt að trúa því, að Guð alls Alheimsins héldi sig í þessu þunglamalega og loftlausa húsi. Indíánarnir vissu betur. Hinn Mikli Andi elskaði frelsi skóganna og ánna, þar sem svalur vindurinn bærði laufið, fuglarnir sungu unaðs- lega og náttúran sjálf bauð upp á óþrotlega möguleika til tilbeiðslu á unaðslegum stöðum. Mestallan janúarmánuð, mánuð, inn, þegar jarðíkornarnir byrja að stökkva, stóð hann við gluggann og horfði út um litlu rúðurnar. Hann horfði norður, í átt til Kittaniny- fjallanna. Nálægt rótum þeirra lá breiður stígur meðfram þeim í vesturátt. Drengurinn áleit, að þetta hlyti að vera Indíánastígur. í huga sér gat hann séð þennan stíg teygja sig lengra og lengra, liggja yfir Saosquahanaunkána, yfir fjöllin og árnar handan hennar, þangað til hann náði Tuscarawasánni, þar sem blár reykurinn steig upp frá kof- unum og allt var umvafið friði og ró. Svo kom febrúarmánuður, mánuð- urinn, þegar fyrsti froskurinn kvak- ar. Dag einn hélt kuldinn á braut, og þá byrjaði regnið. Honum fannst hann geta fundið ilm þann, sem umvafði allt í skóginum við Tus- carawasána eftir rigningu. Honum fannst hann sjá regnblaut trén, dökk sem tinnuvið, mosann á trjáberk- inum og jörðinni, grænan sem máln- ingarbletti. Hjarta drengsins fyllt- ist trylltri þrá. „Hann er okkur öllum sannköll- uð plága nema honum Gordie,“ sagði Kate frænka. „Honum finnst hann enn vera Indíáni. Hann seg- ir, að Indíánar borði ekki máltíðir á neinum föstum matmálstímum, og þess vegna kemur hann ekki að matarborðinu, nema þegar hann er svangur. Hann álítur, að Indíánar séu syndlausir og fullkomnir. Hann álítur jafnvel, að það sé rétt að ljúga og stela.“ „Ég er viss um, að það er ekki satt,“ skaut Myra Butler inn í. „Jæja, sé það ósatt, þá hljóta ýmsir hlutir hérna að taka upp á því sjálfir að hverfa. Fyrst var það einn af eldhúshnífunum. Svo hvarf riffillinn hans Harry. Ég hef saknað töluverðs magns af Indíánamjöli, sem horfið er úr geymslunni. Ég tók eftir því í tvígáng, að það hafði lækkað í kornkistunni.“ Dag einn í marzmánuði setti Sannur Sonur hnakk á Dock með hinni mestu leynd. Dock var grái hesturinn, sem hann hafði komið ríðandi á frá Carlisle: Hann stakk,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.