Úrval - 01.12.1965, Page 95

Úrval - 01.12.1965, Page 95
LJÓSIÐ í SKÓGINUM 93 brauði og köldu nautakjöti í hnakk- töskuna og lagði af stað til fjalls eins í fjarska. Hann hafði heyrt, að þar byggi eldgamall Indíáni, Kornblað að nafni, og hann var sagður kunna Delawaremál. Hann hafði nú lengi hungrað og þyrst eftir að sjá dökkleitt Indíánaand- lit og heyra hin velþekktu og vin- gjarnlegu hljóð Indíánamálsins. „Sannur Sonur! Hvert ertu að fara? Taktu mig með þér!“ hrópaði Gordie og hljóp á eftir honum. Og hann lyfti drengnum upp á hestinn fyrir framan sig og reið af stað. Þeir voru aðeins komnir um fimm mílur frá bænum, þegar fað- ir þeirra og Wilse frændi náðu þeim og fóru heim með þá. „Ég sagði þér við hverju þú mætt- ir búast, Harry,“ sagði Wilsie frændi. Enginn vissi, hvað gera skyldi við drenginn, og að lokum bauðst prest- urinn í söfnuðinum að koma og tala við sökudólginn. Flestum drengjum var illa við, ef presturinn var feng- inn til þess að áminna þá. Sumir urðu jafnvel dauðskelkaðir. Eng- um þeirra leið þá vel. En Sannur Sonur stóð frammi fyrir honum án nokkurrar minnimáttarkenndar, algerlega óttalaus. Presturinn hélt langa og alvarlega tölu yfir honum og lauk máli sínu með áminningu um, að börn „skyldu ætíð sína föð- ur og móður ást og hlýðni." „Ég sýna föður og móður alltaf ást og hlýðni,“ sagði drengurinn þvermóðskulega. „Hann á við föður sinn og móður heima í Indíánaþorpinu," sagði Kate frænka máli drengsins til út- skýringar. „Hann vill ekki trúa því, að Indíáninn, faðir hans, hafi nokkurn tíma gert nokkuð ljótt eða hryllilegt, svo sem að flá höfuð- leðrið af hvítum börnum og rota þau með því að slá höfði þeirra við stein.“ „Það er ekki satt!“ hrópaði dreng- urinn. „Ég sé mörg höfuðleður, en ekki af börnum í þorpinu okkar. Faðir minn segir menn eru aum- ingjar að ráðast á börn.“ „Hvað getum við gert, prestur?" spurði Myra Butler áhyggjufullri röddu, þegar sonur hennar var geng- inn af fundi þeirra. „Bara það sama og þú hefur gert hingað til, þakkað guði fyrir að hafa gefið þér Johnny aftur, á með- an hánn var enn unglingur, sem ekki var orðið of seint að hafa áhrif á. Kenndu honum á hverjum degi. Þú skalt ekki missa kjarkinn. Enskukunnáttu hans hefur farið fram þrátt fyrir allt. Hann líkist nú þegar meira hvítum manni en áður í göngulagi og fasi öllu. Þú skalt fara fremur varlega í sak- irnar. Og einhvern góðan daginn mun hann koma auga á einhverja laglega og eftirsóknarverða stúlku. Þú skalt þá biðja guð þess, að hon- um lítist vel á hana. Og þá mun ekki líða á löngu, þangað til hann hefur tekið til að semja sig alger- lega að siðum hvítra manna og sezt að þeirra á meðal fyrir fullt og allt.“ ÞRÁLÁT VEIKINDI „Astæðan fyrir því, að hvítu mennirnir haga sér svona einkenni- lega, er sú, að þeir eru ekki upp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.