Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 96

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL runalega fólkið," hafði Litli Hegrí sagt, er hann þrammaði síðust.u stundirnar með hvítu konunni sinni, er var á meðal fanganna, sem skila skyldi. Þetta var rétt áður en hann varð að yfirg'efa hana og halda aftur heim í Indíánaþorpið, „Hinn Mikli Andi bjó okkur til í byrjun,“ hélt Litli Hegri áfram. „Sjáðu bara! Hár okkar er alltaf svart og augu okkar og húð dökk. Þannig er því jafnvel farið með Sannan Son. En hvítu mennirnir hafa ýmsan lit eins og hrossin. Sumir þeirra eru ljósir, aðrir dölckir, sumir mitt á milli. Sumir eru með svart hár, sumir með ljóst hár, sumir jafnvel með rautt hár. Það er af því að þeir eru svo blandaðir, og það er einmitt það, sem veldur því, að þeir eru svo heimskir og erfiðir við- fangs. Hinn Mikli Andi þekkir skap- gerð þeirra. Hann varð að gefa þeim Góða bók og kenna þeim að lesa, svo að þeir gætu lært, hvað er gott og hvað er illt. Við Indíánarnir þekkjum, hvað er gott og illt fyrir okkur án þess að hafa bók eða þurfa að standa í því striti að lesa.“ Eftir margra mánaða útlegð sína meðal hvítu mannanna, vissi Sannur Sonur, hversu rétt Litli Hegri hafði haft fyrir sér. Lífsvenj- ur hvítu mannanna voru allar svo heimskulegar, að það var ómögu- legt að afbera þær. Hann vonaðist stöðugt eftir því, að honum tækist að sleppa, og því hélt hann stöðugt áfram að hafa gætur á hinum fjar- lægu hæðum. Hann var stöðugt að skima eftir sendiboða, sem flytti honum skilaboð frá fólkinu hans. Þegar hundaviðurinn, Hatawanim- inschi, blómgaðist, mundi faðir hans heima í Indíánaþorpinu vissu- lega senda honum einhver skilaboð, svo að hann missti ekki allan kjark. En Hatawaniminschi blómgaðist, og síðar tóku blóm þess að falla, og enn bárust honum engin skilaboð. Þá náði sú skoðun tökum á honum, að hann væri dauður í augum fólks- ins heima í þorpinu og nafn hans gleymt þess á meðal eins og lauf- blöðin frá í fyrrahaust. Hið versta var, að eitthvað óþekkt hafði náð tökum á ósigrandi Indí- ánasál hans. Þegar hann var fluttur burt frá Indíánaþorpinu, hefði hann barizt við heilan her, hefði hann þannig getað haft einhvern mögu- leika á að komast heim aftur. En nú var hann búinn að dvelja of lengi meðal hvítu mannanna. Mjólkurvolga vatnið þeirra hafði seytlað inn í blóð hans. Hann var orðinn taminn, auðsveipur eins og plóghestur á akri. f fyrstu hafði hann gert upp- reisn gegn arfasköfunni. Hann sagði sínum hvíta föður, að Indíánakon- urnar hefðu einu sinni fengið hann til þess að hjálpa til að skafa illgres- ið úr kornökrunum, þegar hann var lítill snáði. Hann sagði, að faðir hans hefði þá álasað honum þunglega fyrir að gera þetta, því að hann væri sveinbarn og ætti aldrei að niðurlægja sig með því að sinna kvennastörfum. En hinn hvíti faðir hans skildi alls ekki boðskap þessarar sögu. „Við lítum öðru vísi á hlutina hérna megin,“ sagði hann bara. Og einum eða tveim dögum síð- ar kom hann Bejance gamli, svarti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.