Úrval - 01.12.1965, Side 98
!)G
ÚRVAL
frænka hefði séð Indíána vera að
gægjast í gegnum eldhúsgluggann.
Indíáninn hafði hlaupið burt eins
og raggeit, þegar hún æddi út með
Sópinn í hendinni.
Sannur Sonur lá grafkyrr og teyg-
aði þessi orð Gordie sem svaladrykk.
Einhver af hans eigin fólki var þá
þarna í grendinni! Ef til vill var
hann með hin langþráðu skilaboð
til hans! Við þessa tilhugsun var sem
einhver harður kökkur innra með
honum bráðnaði. Það var sem hurð
væri opnuð innra með honum, og
inn um hana streymdi frjómag'n
sjálfs lífsins. Hann lá þarna hreyf-
ingarlaus og beið þess, að Gordie
sofnaði. Og þegar Gordie var sofn-
aður, reis hann upp úr rúminu.
Hann var mjög máttfarinn, en
þó var hann styrkari en hann hafði
búizt við. Eftir dálitla stund steig
hann fram úr rúminu. Indíánabún-
ingurinn hans hékk við hliðina á
búningi hvíta mannsins. Eftir að
hann hafði veikzt, hafði Kate frænka
kómið aftur með Indiánabúninginn,
þar eð hún vonaði, að hann gæti.
huggað drenginn dálítið og friðað
samvizku hennar um leið. Hann tók
að klæða sig í búninginn, en varð
að setjast öðru hverju og hvíla sig.
Að lokum klifraði hann út um op-
inn gluggann og lét sig síga, þang-
að til ilskórnir hans snertu þakhell-
urnar á lægri álmunni, sem eldhús-
ið var í. Og þaðan lét hann sig
detta léttilega eins og kónguló nið-
ur í skaut jarðar, móður sinnar.
Hann hélt aftur yfir akurinn og
stanzaði, þegar yfir hann var kom-
ið. Hann stanzaði þar í skugga sassa-
frastrjánna, sem voru hinn prýði-
legasti felustaður. Og hann tók að
væla eins og Chingokhos, stóreyrða
uglan. Vælið barst út í næturkyrrð-
ina, og skömmu síðar endurtólc
hann það. Hann tjáði Indíánanum
þannig dálítið leyndarmál, sem
hvíti maðurinn hefði alls ekki get-
að uppgötvað, þ.e. að ugluvæl hans
barst ætíð frá sama staðnum mót-
sett við vælið í fljúgandi uglum.
Hann rak upp vælið þriðja sinni,
og nú bætti hann við hinu sérkenni-
lega vælhljóði Schashachgokhos,
annarrar uglutegundar.
Og nú kvað við svar svo nálægt
honum, að það lá við, að hann tæki
undir sig stökk.
„Auween Khackev? Hver ert þú?“
kallaði Sannur Sonur lágt á Dela-
waremáli.
„Lenape n’hackey. Ég er Indí-
áni.“
Það mátti greina varkárni í rödd-
inni, en hann var samt viss um,
að hann hafði heyrt rödd þessa áð-
ur.
„Lenni Lenape ta koom? Dela-
ware Indíáni, hvaðan kemur þú?“
„Frá þorpinu við Tuscarawasána,“
hljóðaði svarið, og nú þekkti Sannur
Sonur röddina örugglega. Það var
sem gleðibylgja flæddi um hann.
„Hálfa Ör! Ertu enn lifandi?"
hrópaði hann. Drengirnir hlupu hvor
á móti öðrum. Þeir féllust í faðma
og hrópuðu upp yfir sig af fögnuði.
„Frændi! Ég þekkti þig ekki. Rödd
þín var eins og í Yengwe, sem er að
reyna að líkja eftir Indíána."
„Ehih! Er ég svona slæmur?“
tautaði Sannur Sonur.
Síðan sagði Hálfa Ör honum frá
því. að hann hefði verið rekinn burt