Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 98

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 98
!)G ÚRVAL frænka hefði séð Indíána vera að gægjast í gegnum eldhúsgluggann. Indíáninn hafði hlaupið burt eins og raggeit, þegar hún æddi út með Sópinn í hendinni. Sannur Sonur lá grafkyrr og teyg- aði þessi orð Gordie sem svaladrykk. Einhver af hans eigin fólki var þá þarna í grendinni! Ef til vill var hann með hin langþráðu skilaboð til hans! Við þessa tilhugsun var sem einhver harður kökkur innra með honum bráðnaði. Það var sem hurð væri opnuð innra með honum, og inn um hana streymdi frjómag'n sjálfs lífsins. Hann lá þarna hreyf- ingarlaus og beið þess, að Gordie sofnaði. Og þegar Gordie var sofn- aður, reis hann upp úr rúminu. Hann var mjög máttfarinn, en þó var hann styrkari en hann hafði búizt við. Eftir dálitla stund steig hann fram úr rúminu. Indíánabún- ingurinn hans hékk við hliðina á búningi hvíta mannsins. Eftir að hann hafði veikzt, hafði Kate frænka kómið aftur með Indiánabúninginn, þar eð hún vonaði, að hann gæti. huggað drenginn dálítið og friðað samvizku hennar um leið. Hann tók að klæða sig í búninginn, en varð að setjast öðru hverju og hvíla sig. Að lokum klifraði hann út um op- inn gluggann og lét sig síga, þang- að til ilskórnir hans snertu þakhell- urnar á lægri álmunni, sem eldhús- ið var í. Og þaðan lét hann sig detta léttilega eins og kónguló nið- ur í skaut jarðar, móður sinnar. Hann hélt aftur yfir akurinn og stanzaði, þegar yfir hann var kom- ið. Hann stanzaði þar í skugga sassa- frastrjánna, sem voru hinn prýði- legasti felustaður. Og hann tók að væla eins og Chingokhos, stóreyrða uglan. Vælið barst út í næturkyrrð- ina, og skömmu síðar endurtólc hann það. Hann tjáði Indíánanum þannig dálítið leyndarmál, sem hvíti maðurinn hefði alls ekki get- að uppgötvað, þ.e. að ugluvæl hans barst ætíð frá sama staðnum mót- sett við vælið í fljúgandi uglum. Hann rak upp vælið þriðja sinni, og nú bætti hann við hinu sérkenni- lega vælhljóði Schashachgokhos, annarrar uglutegundar. Og nú kvað við svar svo nálægt honum, að það lá við, að hann tæki undir sig stökk. „Auween Khackev? Hver ert þú?“ kallaði Sannur Sonur lágt á Dela- waremáli. „Lenape n’hackey. Ég er Indí- áni.“ Það mátti greina varkárni í rödd- inni, en hann var samt viss um, að hann hafði heyrt rödd þessa áð- ur. „Lenni Lenape ta koom? Dela- ware Indíáni, hvaðan kemur þú?“ „Frá þorpinu við Tuscarawasána,“ hljóðaði svarið, og nú þekkti Sannur Sonur röddina örugglega. Það var sem gleðibylgja flæddi um hann. „Hálfa Ör! Ertu enn lifandi?" hrópaði hann. Drengirnir hlupu hvor á móti öðrum. Þeir féllust í faðma og hrópuðu upp yfir sig af fögnuði. „Frændi! Ég þekkti þig ekki. Rödd þín var eins og í Yengwe, sem er að reyna að líkja eftir Indíána." „Ehih! Er ég svona slæmur?“ tautaði Sannur Sonur. Síðan sagði Hálfa Ör honum frá því. að hann hefði verið rekinn burt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.