Úrval - 01.12.1965, Side 100

Úrval - 01.12.1965, Side 100
98 ÚRVAL frá bænum, og Sannur Sonur út- skýrði fyrir honum, að hvíta fólk- ið væri svo ungt og hefði ekki enn lært gestrisni Indíánabústaðanna. „Þau munu gefa þér mat, ef ég bið þau,“ bætti hann við. „Nei, ég er ekki svangur. Ég borð- aði í gær hjá Litla Hegra.“ „Litla Hegra.“ Sannur Sonur nefndi nafn hans með gleði. „Er hann enn lifandi? Og hvernig hugs- ar hann nú til ungu, hvítu kon- unnar sinnar?" „Hann talaði um hana við mig alla leiðina frá Tuscarawasánni. En það er enn tveggja daga ferð heim til hennar héðan.“ „Ég vona, að hann sé ekki enn farinn til hennar. Mig langar til að sjá hann.“ „Nei, hann er ekki farinn enn, og þú getur fengið að hitta hann,“ sagði Hálfa Ör, en rödd hans var einkennileg. Hálfa Ör gekk á undan, og Sannur Sonur fylgdi honum eftir. Sannur Sonur hellti yfir hann heilli dembu af spurningum, og Hálfa Ör leysti greiðlega úr þeim. Það var á við beztu læknislyf að heyra þetta gam- alkunna tungumál á ný, að greina hið ákveðna blísturshljóð samhljóð- anna, sem greindi tungumál Indíán- anna frá ensku hvítu mannanna. Honum varð strax léttara í skapi, og þetta varð til þess, að hann gaf því engan gaum, hvert þeir voru að halda. Svo sá hann skyndilega, að þeir voru að nálgast bithaga. Hálfa Ör þagnaði og hægði ferðina. Hann sýndi nú mikla varkárni. „Af hverju mjakastu varla úr sporunum?" spurði Sannur Sonur. „Ef þú blístrar eins og hegri, mun hann svara, nema hann sé orðinn heyrnarlaus." „Já, vissulega er hann heyrnar- laus,“ svaraði Hálfa Ör og skauzt frá einu trénu til annars. Hann lagði við eyrun, líkt og hann vænti ó- vina. Að lokum stanzaði hann. „Hérna er hann,“ sagði hann. Sannur Sonur rýndi inn í skugg- ana. Hann greindi einhvern dökkan blett á jörðinni. Hann hafði álitið, að þetta væri einn af þessum trjá- bolum hvítu mannanna. Hann gekk nær. Þrátt fyrir myrkrið gat hann nú greint gamalkunnugt mynztrið í yfirhöfninni, sem Litli Hegri hafði klæðzt í fyrrahaust. Það hafði verið breitt úr henni eins og teppi, en líkaminn undir henni talaði hvorki né hreyfðist. „Þetta, sem liggur þarna eins og fell tré, er þó ekki hann Litli Hegri?“ spurði Sannur Sonur. Hálfa Ör kraup niður við þessa dökku þúst án þess að segja orð. Hann lyfti yfirhöfninni ofan af líkamanum, og Sannur Sonur sá sér til mikillar skelfingar, að höfuð- leðrið hafði verið flegið af vini þeirra. HIÐ LJÚFA HATUR INDÍÁNANS „Hálfa Ör? Hver framdi þetta illvirki?“ „Skotin komu aftan frá. Þegar ég leit við, voru slátrararnir á bak við trén þarna yfir frá.“ „Frændi, hvar varstu, og hvað gerðirðu þessum mönnum, sem fékk þá til þess að skjóta á þig á friðar- tímum?“ „Við gerðum ekkert af okkur og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.