Úrval - 01.12.1965, Síða 101

Úrval - 01.12.1965, Síða 101
LJÓSIÐ í SKÓGINUM 99 stönzuðum aðeins á tveim stöðum. Við spurðum eftir þér á fyrri staðn- um. Fólkið þar sendi okkur svo á hinn st.aðinn. Það var hjá þessum hvíta frænda þínum, sem hefur menn í vinnu, sem búa til kúta og tunnur.“ Þetta hlaut að hafa verið Wilsie frændi, sem starfrækti beykisvinnu- stofu, maðuririn, sem hafði löðrung- að hann. „Sagði annar hvor ykkar eitthvað við hann, sem gerði hann reiðan?“ „Frændi, áður en við fórum inn, sagði Litli Hegri, að við yrðum að muna það, að við værum gestir hvita mannsins. Hann sagði. að við yrðum að vera glaðir og segja skemmtilegar sögur.“ Sannur Sonur fann til vaxandi óróleika. Hversu glaður og skemmti- legur sem Litli Hegri kynni að hafa verið, þá hlaut hann að hafa móðg- að Wilsie frænda á einhvern hátt — og var nú dáinn. „Við skulum veita Litla Hegra hvílustað,“ sagði hann. „Svo förum við til þessa hvíta frænda míns og spyrjum hann, hver morðinginn sé.“ Með hnífi og exi Hálfu Örvar grófu þeir grunna gröf. Að athöfn- inni lokinni gekk Sannur Sonur í áttina til húss frænda síns. Hann skjögraði á fótunum vegna áreynsl- unnar og var rennsveittur. Beykis- vinnustofan stóð við hlið hússins. Þar var skýli fullt af tunnustöfum og nýjum tunnum oog kútum, sem glampaði á sem beinagrindur í tunglskininu. Sannur Sonur barði að dyrum, og Wilsie frændi hans kom til dyra. Drengurinn fann hatr- ið ná valdi á sér aftur, er hann sá þennan stutta, digra mann. Og rödd hans lýsti þessu hatri. „Hvar er Litli Hegri?“ hrópaði hann ásakandi röddu. „Er það annar þessara Indíána, sem kom hingað?" spurði frændi hans. „Hann er nú þar sem hann getur ekki unnið nein illvirki fram- ar.“ Skyndilega þekkti hann dreng- inn. „Ert það þú strákur? Nú, ég hélt að þú værir veikur og lægir fyrir dauðanum. Veit pabbi þinn, hvar þú ert? Ég hugsa, að það sé öruggara fyrir mig að geyma þig, þangað til hann fær að vita um þig.“ Hann þreif snöggt til drengs- ins. Sannur Sonur reyndi að losa sig, en þessar sterklegu, loðnu krumlur slepptu ekki taki sínu. „Itschemil! Hjálpaðu mér!“ stundi hann upp, og Hálfa Ör kom þjótandi út ur skugganum. Hann barði Wilsie af slíku afli og svo snögglega, að hann féll um koll. En hann réð samt vel við drengina báða. Hann reis upp til hálfs og hrinti Hálfri Ör aftur á bak með annarri hendinni, en tók heljartaki um kverkar Sanns Sonar með hinni, svo að hann varð að lokum að hætta við að sparka og brjótast um. Honum var að sortna fyrir augum, þegar hann sá Hálfu Ör ganga að Wilsie. Andlit hans var altekið þessu góða hatri Indíán- ans, og hann sveiflaði stórum tunnustaf með báðum höndum. Hann skall á höfði hvíta mannsins, sem rak upp stunu og datt fram yfir sig. Hálfa Ör dró upp hníf. „Sjáðu nú, þegar ég sker hans svarta hjarta úr honum.“ „Matta! Nei.“ sagði Sannur Sonur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.