Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 104

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL ríðandi. Þeir voru með marga klyfjahesta, hlaðna loðskinnum. Hálfa Ör sagðist vera viss um, að þeir væru á réttri leið, því að þessi loðskinn hlytu að koma frá lands- svæðum Indíána. Þeir héldu ferðinni áfram í nokkra daga, þar til þeir komu að Alleg- henyánni. Þar tóku þeir smákænu hjá umferðarsala og létu sig fljóta í henni niður eftir ánni að nætur- lagi. Þeir drógu kænuna upp að árbakkanum á morgnana og héldu þar kyrru fyrir allan daginn. Og í dögun annars dags sigldu þeir fram hjá Pittvirki, sem stóð úti á tanga milli tveggja árkvísla. Og svo þaut báturinn þeirra hljóðlaust áfram í áttina til hinna miklu vegamóta ánna og barst út í sjálft Ohiofljótið. „Nú erum við komnir í heim Indí- ánanna,“ sagði Hálfa Ör. „Enginn sækir okkur hingað.“ Augu þeirra teyguðu í sig auð- legð skógana. Þeir teygðu sig um- hverfis þá mílu éftir mílu, ósnortn- ir nákvæmlega eins og Hinn Mikli hafði skapað þá. Hérna voru engir Vegir með skröltandi vögnum hvítu mannanna, engir fangelsisakrar, engar girðingar, engar klukkur, sem gerðu sólina að þræli. Þeir komu auga á tjaldbúðir og kofaþorp Indí- ána, þar sem litlar ár runnu út i stórárnar. Tvisvar komu Indíánar til móts við þá á eintrjáningum sínum. Þeir ávörpuðu þá á þeirra eigin tungumáli og spurðu þá frétta úr enska virkinu. Og áin hélt á- fram að vagga þeim og bera þá í áttina til heimkynna þeirra. Um sólarlagsbil beygðu þeir inn í mynni smáár einnar. Þar voru. engir mannabústaðir. Þeir reru upp að bakkanum í leit að næturstað. Trén beggja megin teygðu sig langt út yfir ána. Það var sem þau stæðu vörð yfir ánni. Þarna ríkti alger kyrrð. Hið eina, sem rauf þögnina, var hljóðið, sem heyrðist, þegar droparnir láku af árum þeirra nið- ur á vatnsyíirborðið. Síðustu geisl- ar Sólarinnar, föður þeirra, féllu skáhallt niður á þá. Það var líkt og þeir væru að blessa þá. Og svo breiddist mjúkt skógarmyrkrið skyndilega yfir allt. Þeir gátu ekki gert sér góða grein fyrir því fyrr en næsta morgun, hvernig stað þeir höfðu í raun og veru valið sér. Næsta morgun kom- ust þeir að því, að þeir lágu á bakka, sem var alvaxinn burknum, og yfir þeim teygði skógarþykknið sig. Mág- kona þeirra, litla áin, seytlaði hægt fram hjá þeim. Sunnanvindurinn, mágur þeirra, ýfði yfirborð hennar með andblæ sínum. Það er eins og staður þessi hafi verið útbúinn sérstaklega fyrir okk- ur,“ sagði Sannur Sonur. „Við meg- um ekki móðga Skaparann með því að fara burt án þess að njóta þessa staðar í raun og veru.“ Þeir héldu því ekki af stað næsta dag og ekki heldur þann næsta þar á eftir. Þetta var sjálf hamingj- an, sem þá hafði dreymt um heima í þorpinu, þegar þeir voru smá- drengir, mesta gjöfin, sem Drottn- ari Himinsins gat gefið þeim, á- hyggjulausir dagar við veiðar í ánni og skóginum. Þeir gáfu sig algerlega skóginum og auðlegð hans á vald. Hingað til höfðu þeir verið undir stöðugu eftirliti og stjórn feðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.