Úrval - 01.12.1965, Page 105

Úrval - 01.12.1965, Page 105
LJÓSIÐ í SKÓGINUM 103 sinna. Loksins voru þeir nú orðnir sínir eigin húsbændur. Þeir eyddu dögunum á yndislega frumstæðan hátt. Á tunglskinsbjört- um nóttum skógarins sáu þeir hið sama og dádýrið sá. Þegar þeir köfuðu með opin augun, sáu þeir hið sama og oturinn sá. Enginn stóð á milli þeirra og sjálfs lífsins. Þeir tóku gleði sína og viðurværi beint ■úr framréttri hönd sjálfs lífsins. Hluta hvers dags eyddu þeir við eldinn. Þeir snyrtu hvor annan til, skáru í eyrun hvor á öðrum til þess að gera útlit þeirra viðeigandi, kipptu upp hárum af höfði hvors annars. Þeir vættu fingur sína og difu þeim í ösku, svo að þetta gengi betur. Þeir skildu aðeins eftir rák á hvirflinum, þar sem hárið fékk að vaxa óáreitt. Þeim lá ekkert á. Þeir létu tímann hafa sinn gang og skeyttu ekkert um hann. Og auð- legð skógarins birtist allt í kring- um þá. Dagarnir liðu, dýrlegir og þrungnir djúpri lífshyggju. En þeir gátu ekki dvalið þarna að eilífu, jafnvel þótt þeir hefðu sjálfir kosið það. Fólkið þeir'ra hlaut að bíða þeirra og vera orðið óró- legt þeirra vegna. Eftir Mánuðinn, þegar dádýrið verður rautt kæmi Hunangsflugumánuðurinn. Og síð- an kæmi svo brátt Mánuðurinn, þegar kornið er í mjólkinni. Sólin var nú komin yfir sinn ..nyr-ðri "há'-' dggisbaug-og 'var lögð af stað í sína hægu suðurför. Laufið hafði fengið á sig dökkan lit í stað þess ljós- græna. Það var kominn tími til þess að fara. Hið fyrsta sem þeir gerðu, þegar þeir komu loks til mynnis Muskin- gumárinnar, var að fá sér bað. Þeim fannst sem þeir væru þegar komnir heim. Og nú könnuðust þeir við hvern blett á árbökkunum og hvert sandrif í ánni. Og að lokum sveigðu þeir fyrir síðustu bugðuna og komu auga á þorpið, þar sem blár reyk- urinn liðaðist upp frá kofunum. Þeir komu auga á þorpsbúa á gangi milli kofanna. Sólin varpaði löngum skuggum yfir árbakkann og þorps- stíginn. Þetta var sú sýn, sem Sanur Sonur hafði svo oft séð í huga sér, en hann hafði samt aldrei skolfið svona ákaft við þá hugarsýn. Þegar þeir drógu eintrjáninginn að landi framundan þorpinu, hafði þegar safnazt þar saman lítill hóp- ur kvenna og unglinga. Fólkið stóð þarna brosandi uppi á háum bakk- anum og tók að spyrja þá ýmissa spurninga. Unglingarnir tveir svör- uðu með hæfilegri fáskiptni. Voru þeir ekki orðnir karlmenn núna, já, veiðimenn, sem voru nú að snúa heim úr landi óvinanna? Þeir tóku saman dót sitt og stauluðust upp á árbakkann "virðulegir á svip. Þeir forðuðust að skima til hliðanna, heldur litu beint fram fyrir sig. Móðir hans beið við kofadyrnar. Hann sá gleðisvipinn á andliti henn- ar, en samt vék hún til hliðar, svo að hann gæti fyrst heilsað- föður'' sínum, sem stóð þarna teinréttur i'nni í skugga kofans. Hið sterklega andlit Cuyloga var alveg svipbrigða- laust. Það var ekki hægt að verða nokkurs vísari af svipnum, en Sönn- um Syni fannst hann greina það í augnaráði hans, að hann væri inni- lega velkominn heim aftur. Og þeir féllust í faðma þarna inni í kof-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.